Segja afkomutengd veiðigjöld lækkun

Tekist var á um frumvarp um veiðigjöld á Alþingi. Þorsteinn ...
Tekist var á um frumvarp um veiðigjöld á Alþingi. Þorsteinn Víglundsson sagði ekki hefði verið gerð tilraun til þess að ná sátt í málinu. mbl.is/Eggert

Tekist var á um hvort samráð hefði verið haft við minnihlutann og um hvort væri verið að lækka veiðigjöld með frumvarpi meirihlutans um breytingar á fyrirkomulagi veiðigjalda við atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi í dag. Ljóst er að verulegur ágreiningur ríkir um málið, en frumvarpi var samþykkt síðdegis.

„Ríkisstjórnin varð gerð afturreka með lækkun veiðigjalda í vor, en lagði það fram aftur í haust í bullandi pólitískum ágreiningu án minnstu tilraunar til þess að ná sátt um þetta mál,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.

Með frum­varp­inu breyt­ist álagn­ing veiðigjalda og hún færð nær í tíma, til að veiðigjöld­in geti bet­ur end­ur­speglað af­komu út­gerðar­inn­ar. Álagn­ing­in verður byggð á árs­göml­um gögn­um í stað um tveggja ára eins og nú. Þá verður veiðigjalds­nefnd lögð niður og úr­vinnsla gagna og álagn­ing færð til rík­is­skatt­stjóra, sam­kvæmt frum­varp­inu.

Sanngjörn renta

„Við héldum þrettán fundi og það komu hundrað gestir,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sagðist vera með öllu ósammála Þorsteini um að ekki hafi verið haft samráð um frumvarp um veiðigjöld.

„Verið að skerða enn frekar sanngjarna rentu þjóðarinnar af auðlind sinni,“ sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Gagnrýndi hún að frumvarpið væri sett fram á sama tíma og rekstarumhverfi útgerðarinnar vænkast mjög, fyrir liggi hugmyndir um að leggja á aukna skattbyrði í formi veggjalda og að ekki er hægt að tryggja kjarabætur fyrir eldriborgara og öryrkja.

Sagði Helga Vala að það væri verið að færa útgerðinni fjögurra milljarða jólagjöf.

Helga Vala Helgadóttir.
Helga Vala Helgadóttir. mbl.is/​Hari

Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, benti á að orð þingmanna um bætta afkomu sjávarútvegsfyrirtækja ætti að vera fagnaðarefni þar sem breytingarnar á veiðigjöldum tryggja að meira fæst innheimt með afkomumiðuðum veiðigjöldum.

Þingmaður Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, hélt því fram að stjórnarmeirihlutanum væri kunnugt um það að frumvarpið um veiðigjöld myndi skapa hvata til bókhaldsbrellna og skattaundanskota samþætta útgerða.

„Það [samþykkt frumvarpsins] verður þess valdandi að ríkissjóður verður af fjórum milljörðum í tekjur á næsta ári,“ sagði hún og fullyrti að hægt væri að vinna frumvarpið betur í samráði við minnihlutann og að óþarfi væri að þröngva því í gegn.

Í lagi að ekki ríki sátt

Fulltrúar flestra ef ekki allra flokka hafa talað fyrir því að gjöld endurspegla afkomu og færa álagningu nær tíma, sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Hér er verið að gera einmitt þetta að færa álagningu nær í tíma og miða hana af afkomu.“

Fram kom í ræðu hennar að um málið hafi verið fjallað á þrettán fundum í atvinnuveganefnd og fá fjölda gesta. „Þá er talað um þetta eins og þetta sé óvænt hugmynd sem sé keyrð í gegn.“ Þá bætti hún við að „hér er verið að tala um 33% gjaldhlutfall plús viðbótarálag á uppsjávarfisk“.

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir. mbl.is/Hari

„Þessu máli er að ljúka og það er í góðu lagi ef það gerist ekki í sátt, stundum eru mál bara þannig að þau eru þannig vaxin að það verður ekki einhugur um þau í þinginu,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.

Nefndi hann að málið hafi komið til þingsins í september. „[S]amt er talað eins og ekki hafi verið haft neitt samráð. Menn segja hér sem leggjast gegn málinu, að ríkið verði af réttlátum hlut. En í málflutningi þeirra sem tala þannig, er alveg augljóst að þeir ætla bara að skammta ákveðna krónutölu sem hefur ekkert með útgerðarinnar að gera og á bara að skila sér. Um slíkt verður aldrei nein sátt.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.1.19 260,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.1.19 372,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.1.19 240,20 kr/kg
Ýsa, slægð 18.1.19 252,62 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.1.19 89,35 kr/kg
Ufsi, slægður 18.1.19 136,86 kr/kg
Djúpkarfi 16.1.19 253,00 kr/kg
Gullkarfi 18.1.19 220,21 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.1.19 266,89 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.1.19 Elli P SU-206 Lína
Þorskur 6.465 kg
Ýsa 228 kg
Langa 184 kg
Ufsi 50 kg
Steinbítur 11 kg
Samtals 6.938 kg
18.1.19 Litlanes ÞH-003 Línutrekt
Ýsa 294 kg
Langa 137 kg
Ufsi 51 kg
Þorskur 37 kg
Steinbítur 13 kg
Samtals 532 kg
18.1.19 Sunnutindur SU-095 Línutrekt
Þorskur 9.684 kg
Ýsa 395 kg
Steinbítur 33 kg
Langa 20 kg
Ufsi 8 kg
Hlýri 8 kg
Samtals 10.148 kg

Skoða allar landanir »