Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt

Frá þingfundi á Alþingi.
Frá þingfundi á Alþingi. mbl.is/Eggert

Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til nýrra laga um veiðigjöld hefur verið samþykkt á Alþingi með 32 atkvæðum. Sextán þingmenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu og tíu sátu hjá.

Þriðju umræðu um frum­varpið lauk á Alþingi í gær­kvöldi en at­kvæðagreiðslu var þá frestað.

Með frumvarpinu breytist álagn­ing veiðigjalda og hún færð nær í tíma, til að veiðigjöldin geti betur end­ur­speglað af­komu út­gerðar­inn­ar. Álagn­ing­in verður byggð á árs­göml­um gögn­um í stað um tveggja ára eins og nú. Þá verður veiðigjalds­nefnd lögð niður og úr­vinnsla gagna og álagn­ing færð til rík­is­skatt­stjóra, samkvæmt frumvarpinu.

Meiri­hluti at­vinnu­vega­nefnd­ar lagði til að frum­varpið yrði samþykkt óbreytt eins og það var af­greitt eft­ir aðra umræðu. Nefnd­ar­menn fjög­urra flokka stjórn­ar­and­stöðu lögðust gegn frum­varp­inu og vildu að nú­ver­andi lög yrðu fram­lengd um eitt ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.19 288,26 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.19 360,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.19 224,19 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.19 241,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.19 96,72 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.19 137,38 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.19 224,97 kr/kg
Gullkarfi 24.4.19 247,63 kr/kg
Litli karfi 4.4.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.4.19 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.19 Sigrún EA-052 Handfæri
Ufsi 560 kg
Þorskur 120 kg
Karfi / Gullkarfi 88 kg
Samtals 768 kg
24.4.19 Konráð EA-090 Grásleppunet
Grásleppa 1.111 kg
Þorskur 181 kg
Ufsi 132 kg
Samtals 1.424 kg
24.4.19 Von SK-021 Grásleppunet
Grásleppa 1.483 kg
Samtals 1.483 kg
24.4.19 Rán SH-307 Grásleppunet
Grásleppa 1.183 kg
Samtals 1.183 kg
24.4.19 Gunnvör ÍS-053 Rækjuvarpa
Rækja (úthafsrækja) 5.777 kg
Samtals 5.777 kg

Skoða allar landanir »