Iceland Seafood á aðalmarkað

Helgi Anton Eiríksson.
Helgi Anton Eiríksson. Ljósmynd/Aðsend

Stjórn Iceland Seafood International hefur ákveðið að félagið hefji undirbúning að skráningu á aðalmarkað Kauphallar Íslands á næsta ári. Félagið hefur verið skráð á First North-markað síðan 25. maí árið 2016 en markmiðið með skráningu félagsins á þeim tíma var að breikka eigendahópinn og stuðla að aukinni sókn félagsins. 

„Það er rökrétt skref fyrir félagið sem stækkað hefur mikið síðustu árin að hefja undirbúning á skráningu félagsins á aðalmarkað. Með því fjölgar í hópi hluthafa og á sama tíma styður það við áframhaldandi vöxt félagsins,“ segir Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Iceland Seafood International, í tilkynningu. 

Í dag var einnig gefin út uppfærð afkomuspá félagsins fyrir 2018 en afkoman er betri en fyrri spá gerði ráð fyrir.    

Hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta 2018 (e. normalized PBT for 2018) er áætlaður  €6,8m - €7,3m samanborið við €6,1m - €6,6m í fyrri spá. Hagnaður af reglulegri starfsemi á heilsársgrunni fyrir skatta 2018 (e. proforma normalised PBT for 2018)er áætlaður €10,4m - €10,9m samanborið við €9,6m - €10,6m í fyrri spá. 

„Áætlanir okkar um að styrkja starfsemi félagsins hafa gengið eftir á árinu. Við höfum  fjárfest í fyrirtækjum í virðisaukandi starfsemi bæði á Írlandi og á Spáni en afkoma virðisaukandi eininga samstæðunnar hefur verið umfram áætlanir. Okkar skýra stefna, góða starfsfólk og sterku samstarfsaðilar hafa lagt grunn að áframhaldandi kröftugum vexti félagsins,“ bætir Helgi Anton við.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 454,87 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 531,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 230,72 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 180,22 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 179,98 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Jón Pétur RE 411 Grásleppunet
Grásleppa 1.138 kg
Þorskur 89 kg
Samtals 1.227 kg
23.4.24 Brimsvala SH 262 Handfæri
Þorskur 726 kg
Samtals 726 kg
23.4.24 Þytur MB 10 Handfæri
Þorskur 691 kg
Samtals 691 kg
23.4.24 Bjargfugl RE 55 Grásleppunet
Grásleppa 1.756 kg
Þorskur 60 kg
Rauðmagi 12 kg
Steinbítur 6 kg
Skarkoli 1 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 1.836 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 454,87 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 531,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 230,72 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 180,22 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 179,98 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Jón Pétur RE 411 Grásleppunet
Grásleppa 1.138 kg
Þorskur 89 kg
Samtals 1.227 kg
23.4.24 Brimsvala SH 262 Handfæri
Þorskur 726 kg
Samtals 726 kg
23.4.24 Þytur MB 10 Handfæri
Þorskur 691 kg
Samtals 691 kg
23.4.24 Bjargfugl RE 55 Grásleppunet
Grásleppa 1.756 kg
Þorskur 60 kg
Rauðmagi 12 kg
Steinbítur 6 kg
Skarkoli 1 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 1.836 kg

Skoða allar landanir »