Mál Heiðveigar tekið fyrir í dag

Heiðveig María Einarsdóttir.
Heiðveig María Einarsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tekið verður fyrir mál Heiðveigar Maríu Einarsdóttur, sem bauð sig fram til formennsku í Sjómannafélagi Íslands en var síðan rekin úr félaginu í kjölfarið, í félagsdómi í dag. Dómurinn mun í dag fjalla um frávísunarkröfu félagsins þar sem þess er krafist að öllum liðum málsins verði vísað frá dómi fyrir utan sjálfa brottvikninguna.

Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Heiðveigar, segir í samtali við mbl.is að hinir liðirnir snúi að lögmæti þeirrar kröfu að félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands verði að hafa greitt til félagsins í þrjú ár til þess að vera kjörgengir innan þess, viðurkenningu á kjörgengi Heiðveigar, miska- og skaðabætur og kröfu um greiðslu sektar í ríkissjóð. 

Kolbrún segist aðspurð vona að niðurstaða félagsdóms liggi fyrir í næstu viku en dómurinn skili venjulega fjótt niðurstöðu. Það verði annars einfaldlega að koma í ljós. Hins vegar sé hægt að kæra niðurstöðuna til Hæstaréttar og viðbúið að það verði gert. Það muni Heiðveig þó aðeins gera verði kjörgengi hennar ekki viðurkennt.

Hæstiréttur fer í leyfi næsta mánudag og stendur það fram til 4. janúar. Kolbrún segir dómstólinn taka um mánuð í að úrskurða í kærumálum sem þýði að málið muni skila sér aftur til félagsdóms hugsanlega í febrúar. Þá muni væntanlega liggja fyrir hvaða liðir málsins verði teknir til efnislegrar umfjöllunar fyrir honum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.19 350,86 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.19 328,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.19 200,87 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.19 118,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.19 104,87 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.19 147,48 kr/kg
Djúpkarfi 12.7.19 14,00 kr/kg
Gullkarfi 22.7.19 300,25 kr/kg
Litli karfi 25.6.19 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.7.19 184,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.19 Kári BA-132 Handfæri
Þorskur 775 kg
Samtals 775 kg
22.7.19 Brynjar BA-338 Handfæri
Þorskur 180 kg
Samtals 180 kg
22.7.19 Otur ÍS-073 Handfæri
Þorskur 739 kg
Ufsi 111 kg
Samtals 850 kg
22.7.19 Snjólfur ÍS-023 Handfæri
Þorskur 815 kg
Ufsi 16 kg
Samtals 831 kg
22.7.19 Dóri GK-042 Lína
Keila 71 kg
Karfi / Gullkarfi 69 kg
Hlýri 41 kg
Steinbítur 38 kg
Þorskur 38 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 260 kg

Skoða allar landanir »