Þorskurinn fullur af loðnu

Þorskurinn sem Akurey AK fékk var bólginn af loðnu.
Þorskurinn sem Akurey AK fékk var bólginn af loðnu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þorskur sem Akurey AK, togari HB Granda, veiddi í Víkurálnum var stór og góður og fullur af loðnu, að sögn Eiríks Jónssonar skipstjóra. Það þótti honum vita á gott, að því er fram kom í frétt útgerðarinnar.

Allir ísfisktogarar HB Granda eru komnir í land vegna hlés sem verður á veiðum og vinnslu yfir jólahátíðina. Akurey AK kom síðust til hafnar í Reykjavík í gærmorgun með rúmlega 130 tonna afla. Bræla var á miðunum þegar togarinn fór út en svo fengu þeir ágætis veður í nokkurn tíma.

Ágætis þorskveiði var í Víkurálnum en þegar hún minnkaði fóru þeir norður eftir Vestfjarðamiðum þar sem fékkst ufsi og karfi. Þriðjudagurinn féll út vegna haugabrælu en svo fengu þeir ágætis þorskveiði út af Þverálshorni áður en haldið var heim.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.19 350,76 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.19 328,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.19 200,87 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.19 118,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.19 104,81 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.19 147,46 kr/kg
Djúpkarfi 12.7.19 14,00 kr/kg
Gullkarfi 22.7.19 300,13 kr/kg
Litli karfi 25.6.19 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.7.19 184,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.19 Kári BA-132 Handfæri
Þorskur 775 kg
Samtals 775 kg
22.7.19 Brynjar BA-338 Handfæri
Þorskur 180 kg
Samtals 180 kg
22.7.19 Otur ÍS-073 Handfæri
Þorskur 739 kg
Ufsi 111 kg
Samtals 850 kg
22.7.19 Snjólfur ÍS-023 Handfæri
Þorskur 815 kg
Ufsi 16 kg
Samtals 831 kg
22.7.19 Dóri GK-042 Lína
Keila 71 kg
Karfi / Gullkarfi 69 kg
Hlýri 41 kg
Steinbítur 38 kg
Þorskur 38 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 260 kg

Skoða allar landanir »