Veiðigjald nálgast þann stað að hægt sé að tala um sanngirni

Afsláttur af veiðigjöldum kemur útgerðum minni báta til góða.
Afsláttur af veiðigjöldum kemur útgerðum minni báta til góða. mbl.is/Alfons

„Niðurstaðan er ásættanleg,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, um lög um veiðigjald sem Alþingi samþykkti nýverið. Hann segir að aukinn afsláttur með breytingum á frítekjumarki skipti sköpum fyrir marga smábátaeigendur. „Ég tel að veiðigjald nálgist þann stað að hægt sé að tala um sanngirni í þeim efnum,“ segir Örn.

Fyrir aðra umræðu á Alþingi um frumvarp um veiðigjald lagði meirihluti atvinnuveganefndar m.a. fram breytingatillögu í þá veru að frítekjumark næmi 40% af fyrstu sex mill. kr. álagningar hvers árs. „Að mati meiri hlutans þarf að styrkja frítekjumarkið enn frekar og er með þessari breytingartillögu sérstaklega brugðist við erfiðri rekstrarstöðu lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem njóta ekki stærðarhagkvæmni stórútgerðarinnar en skapa mikla byggðafestu í sínu byggðarlagi. Minni útgerðir eru mun háðari afkomusveiflum og hefur það leitt til samþjöppunar og fækkunar starfa og byggðaröskunar,“ sagði í nefndaráliti meirihlutans. 

40% afsláttur á allt gjaldið

Örn Pálsson segir að fyrir smábátasjómenn verði veiðigjald um helmingi lægra á næsta ári heldur en það hefur verið í ár. Samkvæmt eldri lögum hafi verið veittur 20% afsláttur að 4,5 milljónum og síðan 15% afsláttur upp að níu milljónum. Þá lækki veiðigjöld á næsta ári vegna lakari afkomu á viðmiðunarárinu heldur en á árinu sem miðað var við í álagningu fyrir þetta ár. 

„Veiðigjald hjá smábátaútgerðum verður að meðaltali um 50% lægra 2019 heldur en það var 2018,“ segir Örn. „Afslátturinn gagnast þeim mest sem hafa minnstar tekjur og flestar smábátaútgerðanna greiða lægra veiðigjald en sem nemur sex milljónum og fá því 40% afslátt á allt gjaldið.“

Örn Pálsson.
Örn Pálsson. mbl.is/Eggert

Örn segir að smábátasjómenn hafi viljað sjá þrepaskipt veiðigjald og í ályktun aðalfundar LS í haust segir meðal annars: „Aðalfundur LS krefst tafarlausrar lækkunar veiðigjalda og að þau taki mið af afkomu einstakra útgerðarflokka en ekki meðaltalsafkomu í sjávarútveginum. Fundurinn brýnir forystu félagsins til að berjast með kjafti og klóm fyrir stórfelldri lækkun veiðigjalda. Þá skorar fundurinn á Alþingi að hækka frítekjumark í 40% af fyrstu 5 m.kr. veiðigjaldsins og 20% af næstu 5 m.kr. þess.“

Verði ekki dæmdir úr leik

Örn segir að stjórnvöld verði þegar að bregðast við makríldómi Hæstaréttar og tryggja verði að önnur skip en uppsjávarskip með aflareynslu á árunum 2008-2010 fái áfram að veiða makríl. Ekki gangi að dæma fjölda skipa í ýmsum útgerðarflokkum úr leik og finna verði viðunandi lausn á stöðunni. „Þessi dómur getur haft gífurlegar afleiðingar og því verður ekki tekið þegjandi og hljóðalaust ef aðrir fá ekki að koma að veiðunum en uppsjávarskip sem voru á veiðum 2008-2010,“ segir Örn. 

Hann segir að fyrrnefnd viðmiðunarár hafi fáir smábátar verið byrjaðir makrílveiðar og hafi því ekki átt rétt á aflahlutdeild frekar en fjöldi annarra skipa. Þessi skip hafi síðan sannað sig á makrílveiðum. 

Styrki ákvæði til bráðabirgða

„Þegar makríllinn fór að gefa sig á grunnslóðinni sáu mínir menn að við gátum veitt þennan fisk,“ segir Örn. „Þeir fjárfestu í búnaði og breyttu bátum og við vorum komnir með um 100 báta sem voru að mokveiða í september 2014 þegar veiðarnar voru stöðvaðar. Ekki tók betra við því þá var ákveðið að kvótasetja makríl hjá smábátum sem leiddi til þess að margar af útgerðunum sem voru búnar að græja sig með ærnum tilkostnaði voru dæmdar úr leik. Tvö þúsund tonna leigupottur hefur þó bjargað miklu fyrir smábátaútgerðina.

Að mínu mati er hægt að bjarga stöðunni í kjölfar Hæstaréttardómsins með því að Alþingi styrki núverandi ákvæði til bráðabirgða við lög um stjórn fiskveiða. Áður en aflaheimildum verður úthlutað 2019, samkvæmt nýrri aflahlutdeild sem dómur Hæstaréttar segir að eigi að byggjast á veiðum árin 2008, 2009 og 2010, verði dregið frá útgefnum heildarafla það sem færi til þeirra sem hófu veiðar eftir aflareynsluárin og eru því án aflahlutdeildar samkvæmt dómnum. Til að gera þessa leið færa þarf Alþingi að breyta lögum og auka verulega það magn sem dregið er frá heildarafla áður en kemur til skiptingar afla samkvæmt aflahlutdeild. Veiðimagn sem tryggi áframhaldandi veiðar þessara báta og skipa.

Málið verður að leysa og þetta er eitt af því sem stjórnvöld gætu skoðað. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að málið er viðkvæmt og er enn í fersku minni þegar átti að hlutdeildarsetja makrílinn 2015. Þá rigndi inn mótmælum og enn er sama kvikan í þjóðfélaginu.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.19 352,08 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.19 328,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.19 201,53 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.19 118,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.19 103,01 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.19 147,48 kr/kg
Djúpkarfi 12.7.19 14,00 kr/kg
Gullkarfi 22.7.19 299,14 kr/kg
Litli karfi 25.6.19 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.7.19 184,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.19 Jónína EA-185 Línutrekt
Þorskur 1.139 kg
Ýsa 1.137 kg
Steinbítur 977 kg
Skarkoli 22 kg
Ufsi 17 kg
Lúða 10 kg
Karfi / Gullkarfi 1 kg
Samtals 3.303 kg
22.7.19 Anna EA-121 Handfæri
Þorskur 816 kg
Samtals 816 kg
22.7.19 Hafaldan EA-190 Handfæri
Þorskur 818 kg
Ufsi 114 kg
Samtals 932 kg
22.7.19 Björn EA-220 Þorskfisknet
Þorskur 1.993 kg
Ufsi 197 kg
Samtals 2.190 kg

Skoða allar landanir »