Hægt að kolefnisjafna losun sjókvíaeldis

Hægt er að kolefnisjafna alla losun gróðurhúsalofttegunda frá sjókvíaeldi með …
Hægt er að kolefnisjafna alla losun gróðurhúsalofttegunda frá sjókvíaeldi með landbótaaðgerðum segir í skýrslunni. mbl.is/Helgi Bjarnason

Kolefnisspor sjókvíaeldis er svipað og við veiðar á villtum fiski og lægra en í flestri annarri framleiðslu á dýraafurðum til manneldis samkvæmt nýrri skýrslu sem Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, afhenti Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í gær.

„Landssamband fiskeldisstöðva óskaði eftir því við Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. (Environice) að reikna út kolefnisspor sjókvíaeldis á Íslandi og benda á raunhæfar leiðir til kolefnisjöfnunar,“ segir í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva.

Niðurstaðan í samræmi við erlenda útreikninga

Meginniðurstaða verkefnisins er að heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá laxeldi í sjó hafi verið um 31.000 tonn CO2-ígilda árið 2017, eða sem nemur 3,21 kg CO2-ígilda á hvert kíló af tilbúinni afurð. Sú niðurstaða er í samræmi við erlenda útreikninga, sem flestir hafa gefið niðurstöðu á bilinu 2,88 – 4,13 kg/kg, segir í tilkynningunni.

Þar segir einnig að langstærsti hluti af kolefnisspori laxeldis á Íslandi eða um 93% liggi í framleiðslu og flutningum á fóðri, að um 3% stafi af framleiðslu og flutningi umbúða og um 2% af flutningi afurða til dreifingarstöðvar. „Af þessu er ljóst að áhrif greinarinnar á loftslagið liggja fyrst og fremst í starfsemi sem fram fer utan laxeldisstöðvanna sjálfra,“ segir í tilkynningu landssambandsins.

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra tekur á móti skýrslunni úr höndum …
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra tekur á móti skýrslunni úr höndum Einars K. Guðfinnssonar, formanns Landssambands fiskeldisstöðva. Ljósmynd/Viktor Alexander

Hægt að kolefnisjafna alla losun gróðurhúsalofttegunda frá sjókvíaeldi

Í tilkynningu segir að með landbótaaðgerðum, þ.e.a.s. landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis, sé hægt að kolefnisjafna alla losun gróðurhúsalofttegunda frá sjókvíaeldi á Íslandi og til að kolefnisjafna alla losun greinarinnar eins og hún var árið 2017 þyrfti að endurheimta um 1.590 ha af votlendi.

„Sú ráðstöfun væri í raun varanleg, þar sem hún myndi draga úr losun samsvarandi magns gróðurhúsalofttegunda frá votlendi árlega í áratugi eða aldir. Ekkert er því til fyrirstöðu að byggðatengja landbótaaðgerðir af þessu tagi, þannig að fjármagn sem lagt er til verkefnanna nýtist í heimabyggð,“ segir þar einnig.

Þróuðu líkan til að reikna út kolefnisspor fyrirtækja

Samhliða gerð skýrslunnar þróaði Umhverfisráðgjöf Íslands reiknilíkan á Excel-formi sem gerir laxeldisfyrirtækjum kleift að reikna kolefnisspor framleiðslu sinnar, þ.e.a.s. magn gróðurhúsalofttegunda sem losnar við framleiðslu á hverju kílói af laxi til manneldis.

Inn í þessa reikninga var tekin framleiðsla og flutningur fóðurs og annarra aðfanga, eldið sjálft, orkunotkun, notkun kælimiðla og meðhöndlun úrgangs, svo og pökkun og flutningur afurða frá laxeldisstöð til dreifingarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu. 

Reiknilíkanið verður aðgengilegt á heimasíðu Landssambands fiskeldisstöðva.

Skýrslan var unnin af Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. (Environice) fyrir Landssamband fiskeldisstöðva.

Þau Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur og Birna Sigrún Hallsdóttir umhverfisverkfræðingur höfðu umsjón með gerð skýrslunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.2.20 354,91 kr/kg
Þorskur, slægður 20.2.20 388,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.2.20 347,69 kr/kg
Ýsa, slægð 20.2.20 320,28 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.2.20 144,14 kr/kg
Ufsi, slægður 20.2.20 208,37 kr/kg
Djúpkarfi 4.12.19 156,00 kr/kg
Gullkarfi 20.2.20 286,33 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.2.20 266,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.2.20 Björgvin EA-311 Botnvarpa
Ufsi 8.023 kg
Steinbítur 342 kg
Samtals 8.365 kg
20.2.20 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Ýsa 1.226 kg
Samtals 1.226 kg
20.2.20 Óli Á Stað GK-099 Lína
Ýsa 962 kg
Samtals 962 kg
20.2.20 Vésteinn GK-088 Lína
Ýsa 1.158 kg
Samtals 1.158 kg
20.2.20 Sævík GK-757 Lína
Þorskur 11.936 kg
Ýsa 1.319 kg
Samtals 13.255 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.2.20 354,91 kr/kg
Þorskur, slægður 20.2.20 388,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.2.20 347,69 kr/kg
Ýsa, slægð 20.2.20 320,28 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.2.20 144,14 kr/kg
Ufsi, slægður 20.2.20 208,37 kr/kg
Djúpkarfi 4.12.19 156,00 kr/kg
Gullkarfi 20.2.20 286,33 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.2.20 266,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.2.20 Björgvin EA-311 Botnvarpa
Ufsi 8.023 kg
Steinbítur 342 kg
Samtals 8.365 kg
20.2.20 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Ýsa 1.226 kg
Samtals 1.226 kg
20.2.20 Óli Á Stað GK-099 Lína
Ýsa 962 kg
Samtals 962 kg
20.2.20 Vésteinn GK-088 Lína
Ýsa 1.158 kg
Samtals 1.158 kg
20.2.20 Sævík GK-757 Lína
Þorskur 11.936 kg
Ýsa 1.319 kg
Samtals 13.255 kg

Skoða allar landanir »