Nýtt netaverkstæði rís í Neskaupstað

Nýja verkstæðið rís óðfluga og er búist við að hægt …
Nýja verkstæðið rís óðfluga og er búist við að hægt verði að flytja starfsemina í heilu lagi í mars á nýju ári.

Framkvæmdir standa yfir við nýtt netaverkstæði Fjarðanets í Neskaupstað. Er áætlað að það verði tilbúið í mars á næsta ári. Nýja verkstæðið verður mun stærra en það gamla og mun tilkoma þess leiða til algjörrar byltingar í starfsemi og þjónustumöguleikum Fjarðanets á Austurlandi. Þetta segir Jón Einar Marteinsson, framkvæmdastjóri Fjarðanets.

Jón Einar segir skip og veiðarfæri hafa stækkað mikið á síðustu árum og tímabært sé að bregðast við því með byggingu þessa verkstæðis. „Þetta er hreinlega gjörbylting á starfsemi okkar,“ segir hann í samtali við 200 mílur.

„Það er alveg ljóst að þetta er mikil framkvæmd og stór fjárfesting,“ bætir hann við en bendir á að búast megi við að starfsemi Fjarðanets eflist mikið í kjölfarið. „Það gerir okkur kleift að standa undir þessari fjárfestingu.“

Nýja netaverkstæðið, sem stækkar með hverjum deginum, verður 85 metra langt og grunnflötur þess mun þekja 2.200 fermetra. Fullsmíðað mun húsið þó telja eina 2.600 fermetra, þar sem hluti þess verður á tveimur hæðum.

„Vinnuaðstaða okkar stækkar til muna, sem gerir alla vinnu einfaldari …
„Vinnuaðstaða okkar stækkar til muna, sem gerir alla vinnu einfaldari og hagkvæmari,“ segir Jón Einar.

Húsið þrisvar sinnum lengra

Unnið er að byggingu verkstæðisins á nýrri landfyllingu austan við loðnubræðslu Síldarvinnslunnar, en fyrst þurfti að ráðast í að búa til landfyllinguna áður en framkvæmdir við verkstæðið gátu hafist.

Framkvæmdirnar sjálfar hófust í maí fyrr á þessu ári og samkvæmt áætlun er stefnt að því að verkstæðið verði tilbúið til notkunar í mars á næsta ári. Bygging verkstæðisins var boðin út, en verkið annast byggingaverktakinn Nestak ehf., í Neskaupstað.

„Húsið sem við notumst við í dag er orðið gamalt,“ segir Jón Einar. „Það var byggt á árunum 1964 til 1966 og var raunar nokkuð stór bygging á mælikvarða þess tíma. Nætur og veiðarfæri hafa einfaldlega stækkað svo mikið á undanförnum árum að staðan núna er orðin sú að húsið er alltof þröngt til að við getum verið þar til frambúðar.“

Jón Einar bendir á að húsið verði um það bil þrisvar sinnum lengra en það hús sem hýsir starfsemina í dag. „Vinnuaðstaða okkar stækkar því til muna, sem gerir alla vinnu einfaldari og hagkvæmari, og viðskiptavinir okkar munu njóta góðs af,“ segir hann. Einnig verði lofthæð miklum mun meiri og allar forfæringar með næturnar muni því ganga betur og verða einfaldari.

„Í dag notumst við mikið við kranabíla til að spóla nótum inn og út úr húsi og fylgir því mikill kostnaður. Það ferli mun einnig breytast mikið með tilkomu nýja verkstæðisins,“ segir Jón Einar.

„Einnig er oft unnið í flottrollum utan verkstæðins, þar sem flottrollin eru dregin út. Þetta mun einnig breytast og færast inn á verkstæðið, þar sem lengd vinnusvæðis og aðstæður verða allt aðrar.“

„Húsið sem við notumst við í dag er orðið gamalt,“ …
„Húsið sem við notumst við í dag er orðið gamalt,“ segir Jón Einar, en það var byggt á 7. áratugnum.

Öll starfsemin yfir í nýja húsið

Hann tekur enn fremur fram að í nýja húsinu felist sú stóra breyting að þar verður nótageymsla. „Nú verða allar næturnar geymdar inni, en þær hafa hingað til verið geymdar úti þar sem við höfum breitt yfir þær. Þetta verður því gjörbreytt vinnuaðstaða að öllu leyti og gefur okkur miklu fleiri tækifæri í því sem við erum að gera, þeim vörum sem við getum framleitt og þeirri þjónustu sem við getum veitt.“

Öll starfsemi Fjarðanets mun flytjast úr gamla húsinu í það nýja. Gúmbátaþjónusta fyrirtækisins mun þar einnig fá að njóta stærri og rúmbetri vinnuaðstöðu en áður.

Nóg af verkefnum fram undan

Aðspurður segir hann að þörfin fyrir nýtt húsnæði hafi skapast smám saman síðustu ár. „Eftir því sem skipin hafa stækkað og næturnar orðið stærri og sterkari hefur þróunin verið smám saman í þessa átt.“

Fyrir austan er Síldarvinnslan og tengd fyrirtæki, ásamt Loðnuvinnslunni, stærstu viðskiptavinir Fjarðanets. Auk þess þjónar fyrirtækið önnur þau skip sem landa á Austfjörðum og leitast eftir þjónustu.

„Norsk og færeysk skip landa hérna stundum á loðnuvertíðinni, en það er misjafnt eftir því hvernig vertíðin þróast hversu oft þau koma,“ segir Jón Einar og bætir við að verkefnastaða fyrirtækisins sé góð og nóg sé af verkefnum fram undan.

„Verkefnin munu svo aukast smám saman með nýjum möguleikum á nýja verkstæðinu. Við gerum ráð fyrir að starfsfólki muni fjölga samhliða því og getum við á nýja verkstæðinu boðið upp á allt annan vinnustað en áður og enn betri vinnuaaðstöðu.“

Eins og áður sagði er reiknað með að starfsemin flytjist í nýja húsið í mars á næsta ári. „Að okkar mati eru spennandi tímar fram undan og ég finn það að allir starfsmenn eru fullir tilhlökkunar að takast á við þau tækifæri og þær áskoranir sem því fylgja.“

Nánar var rætt við Jón Einar í nýjasta sjávarútvegsblaði 200 mílna, sem fylgdi Morgunblaðinu á föstudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.4.20 315,52 kr/kg
Þorskur, slægður 2.4.20 357,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.4.20 378,84 kr/kg
Ýsa, slægð 2.4.20 299,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.4.20 104,08 kr/kg
Ufsi, slægður 2.4.20 171,34 kr/kg
Djúpkarfi 5.3.20 191,00 kr/kg
Gullkarfi 2.4.20 316,23 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 5.3.20 85,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.4.20 Sandfell SU-075 Lína
Þorskur 17.069 kg
Ýsa 695 kg
Samtals 17.764 kg
2.4.20 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Ýsa 18 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 21 kg
2.4.20 Sævík GK-757 Lína
Þorskur 3.228 kg
Ýsa 617 kg
Samtals 3.845 kg
2.4.20 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Þorskur 108 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 111 kg
2.4.20 Fjóla GK-121 Plógur
Pílormur 1.110 kg
Samtals 1.110 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.4.20 315,52 kr/kg
Þorskur, slægður 2.4.20 357,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.4.20 378,84 kr/kg
Ýsa, slægð 2.4.20 299,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.4.20 104,08 kr/kg
Ufsi, slægður 2.4.20 171,34 kr/kg
Djúpkarfi 5.3.20 191,00 kr/kg
Gullkarfi 2.4.20 316,23 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 5.3.20 85,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.4.20 Sandfell SU-075 Lína
Þorskur 17.069 kg
Ýsa 695 kg
Samtals 17.764 kg
2.4.20 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Ýsa 18 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 21 kg
2.4.20 Sævík GK-757 Lína
Þorskur 3.228 kg
Ýsa 617 kg
Samtals 3.845 kg
2.4.20 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Þorskur 108 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 111 kg
2.4.20 Fjóla GK-121 Plógur
Pílormur 1.110 kg
Samtals 1.110 kg

Skoða allar landanir »