Fellir niður athugun á HB Granda

Greint var frá því í septembermánuði að eftirlitið hefði gert ...
Greint var frá því í septembermánuði að eftirlitið hefði gert al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við viðskipta­hætti Guðmund­ar Kristjáns­son­ar, aðal­eig­anda Útgerðarfélags Reykjavíkur og forstjóra HB Granda. Ljósmynd/Þröstur Njálsson

Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki séu forsendur til að aðhafast frekar í athugun á því hvort að breyting hafi átt sér stað á yfirráðum í HB Granda í skilningi 17. gr. samkeppnislaga við kaup Brims hf., nú Útgerðarfélags Reykjavíkur, á eignarhlutum í félaginu fyrr á þessu ári.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá HB Granda, þar sem segir að stofnunin hafi látið málið niður falla, en það hefur verið í athugun frá 6. júlí á þessu ári. Tekið er fram að HB Granda hafi verið tilkynnt þessi ákvörðun með bréfi frá Samkeppniseftirlitinu, og efni þess kynnt á stjórnarfundi HB Granda fyrr í dag.

Greint var frá því í septembermánuði að eftirlitið hefði gert al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við viðskipta­hætti Guðmund­ar Kristjáns­son­ar, aðal­eig­anda Útgerðarfélags Reykjavíkur og forstjóra HB Granda.

Fréttablaðið sagðist þá hafa bréf Samkeppniseftirlitsins undir höndum og að þar kæmi fram, að ef frummat stofn­un­ar­inn­ar reyndist á rök­um reist þá væri um að ræða „al­var­leg brot“ á sam­keppn­is­lög­um. Í bréfinu væri meðal annars fullyrt að leiða kynni til brota á sam­keppn­is­lög­um að aðal­eig­andi Útgerðarfélags Reykjavíkur væri jafnframt for­stjóri HB Granda. Guðmund­ur tók við sem for­stjóri HB Granda í júní eft­ir kaup í útgerðinni í gegnum ÚR í vor.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.2.19 290,18 kr/kg
Þorskur, slægður 20.2.19 355,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.2.19 282,47 kr/kg
Ýsa, slægð 20.2.19 278,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.2.19 88,32 kr/kg
Ufsi, slægður 20.2.19 155,27 kr/kg
Djúpkarfi 4.2.19 109,00 kr/kg
Gullkarfi 20.2.19 253,46 kr/kg
Litli karfi 13.2.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.2.19 134,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.2.19 Siggi Bjartar ÍS-050 Landbeitt lína
Þorskur 720 kg
Steinbítur 471 kg
Ýsa 328 kg
Skarkoli 14 kg
Samtals 1.533 kg
20.2.19 Onni HU-036 Dragnót
Steinbítur 21 kg
Samtals 21 kg
20.2.19 Víkingur AK-100 Flotvarpa
Kolmunni 2.595.211 kg
Samtals 2.595.211 kg
20.2.19 Haförn ÞH-026 Dragnót
Skarkoli 2.691 kg
Þorskur 1.953 kg
Steinbítur 1.344 kg
Sandkoli 707 kg
Ýsa 32 kg
Samtals 6.727 kg

Skoða allar landanir »