Nýtt skip Eimskips tilbúið næsta sumar

Fyrra skipið af tveimur, sem eru í smíðum fyrir Eimskipafélagið ...
Fyrra skipið af tveimur, sem eru í smíðum fyrir Eimskipafélagið í Kína, var sjósett nýlega. Ljósmynd/Eimskip

Fyrra skipið af tveimur, sem eru í smíðum fyrir Eimskipafélagið í Kína, var sjósett föstudaginn 14. desember síðastliðinn. Vinna við skipið heldur áfram og má búast við því að það komi til Íslands eftir mitt ár 2019, samkvæmt upplýsingum Ólafs William Hand, upplýsingafulltrúa Eimskips.

Skipin tvö eru stærstu vöruflutningaskip sem smíðuð hafa verið fyrir Íslendinga. Nýju skipin verða 26.500 brúttótonn. Til samanburðar eru stærstu skip Eimskips nú, Dettifoss og Goðafoss, 14.664 brúttótonn. Þau skip voru smíðuð árin 1995 og 1996.

Hvort um sig verða nýju skipin 2.150 gámaeiningar, 180 metrar á lengd og 31 metri á breidd. Ganghraði verður 20,5 sjómílur á klukkustund.

Skipin verða búin aðalvélum frá MAN. Þau verða með (TIER III) vél sem er sérstaklega útbúin til að draga úr útblæstri köfnunarefnis (NOx) út í andrúmsloftið, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.7.19 309,50 kr/kg
Þorskur, slægður 19.7.19 364,97 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.7.19 312,71 kr/kg
Ýsa, slægð 19.7.19 126,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.7.19 108,88 kr/kg
Ufsi, slægður 19.7.19 144,08 kr/kg
Djúpkarfi 12.7.19 14,00 kr/kg
Gullkarfi 19.7.19 286,72 kr/kg
Litli karfi 25.6.19 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.7.19 184,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.7.19 Konráð EA-090 Línutrekt
Þorskur 1.314 kg
Samtals 1.314 kg
19.7.19 Jónína EA-185 Línutrekt
Ýsa 1.945 kg
Þorskur 869 kg
Steinbítur 751 kg
Þorskur 169 kg
Skarkoli 13 kg
Ufsi 4 kg
Keila 2 kg
Samtals 3.753 kg
19.7.19 Björn EA-220 Þorskfisknet
Þorskur 1.570 kg
Karfi / Gullkarfi 62 kg
Hlýri 24 kg
Samtals 1.656 kg
19.7.19 Djúpey BA-151 Grásleppunet
Grásleppa 2.272 kg
Samtals 2.272 kg

Skoða allar landanir »