Vilja hefja hvalveiðar í gróðaskyni

Frá hvalskurði í Hvalfirði. Ísland og Noregur stunda hvalveiðar þrátt …
Frá hvalskurði í Hvalfirði. Ísland og Noregur stunda hvalveiðar þrátt fyrir bann Alþjóðahvalveiðiráðsins. mbl.is/Ómar

Japönsk stjórnvöld íhuga nú að draga sig út úr Alþjóðahvalveiðiráðinu. Herma heimildir að þar í landi sé stefnt að því að hefja að nýju hvalveiðar í gróðaskyni á næsta ári.

Frá þessu greinir AFP-fréttastofan, en viðbúið er að þessi ákvörðun Japana muni mæta gagnrýni víða um heim.

„Við erum að skoða alla möguleika,“ segir Yuki Morita hjá japanska sjávarútvegsráðuneytinu í samtali við AFP og leggur áherslu á að ákvörðun hafi enn ekki verið tekin hvað þetta varðar.

Japönsk stjórnvöld hótuðu að þau myndu draga sig út úr ráðinu í septembermánuði, eftir að ráðið hafnaði tillögu Japans um að hefja mætti hvalveiðar í gróðaskyni á nýjan leik.

Fréttastofan Kyodo hefur eftir ónafngreindum heimildum að ákvörðun stjórnvalda muni verða tilkynnt fyrir lok þessa árs.

Bann samþykkt árið 1986

Alþjóðahvalveiðiráðið var stofnað árið 1946 í þeim tilgangi að varðveita og halda utan um hvalastofna heimshafanna. Ráðið samþykkti árið 1986 að banna hvalveiðar í gróðaskyni eftir að nokkrar tegundir höfðu verið ofveiddar um árabil.

Japan hefur ítrekað þá afstöðu sína að hvalastofnar hafi nú náð sér nægilega á strik til að veiðar geti hafist aftur. Í dag virða stjórnvöld hvalveiðibannið en nýta sér sérstakt ákvæði sem leyfir veiðar í vísindaskyni og veiða þannig hundruð hvala á hverju ári, og selja svo kjötið.

Ísland og Noregur stunda hvalveiðar þrátt fyrir bann Alþjóðahvalveiðiráðsins.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.1.20 346,52 kr/kg
Þorskur, slægður 27.1.20 414,18 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.1.20 282,11 kr/kg
Ýsa, slægð 27.1.20 312,04 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.1.20 138,66 kr/kg
Ufsi, slægður 27.1.20 191,61 kr/kg
Djúpkarfi 4.12.19 156,00 kr/kg
Gullkarfi 27.1.20 263,44 kr/kg
Litli karfi 18.12.19 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.1.20 238,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.1.20 Kristján HF-100 Lína
Langa 456 kg
Steinbítur 135 kg
Keila 68 kg
Samtals 659 kg
27.1.20 Indriði Kristins BA-751 Lína
Þorskur 15.554 kg
Ýsa 351 kg
Steinbítur 229 kg
Langa 10 kg
Keila 9 kg
Skarkoli 3 kg
Karfi / Gullkarfi 1 kg
Samtals 16.157 kg
27.1.20 Hafrafell SU-065 Lína
Ýsa 1.145 kg
Þorskur 471 kg
Keila 46 kg
Steinbítur 26 kg
Karfi / Gullkarfi 16 kg
Samtals 1.704 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.1.20 346,52 kr/kg
Þorskur, slægður 27.1.20 414,18 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.1.20 282,11 kr/kg
Ýsa, slægð 27.1.20 312,04 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.1.20 138,66 kr/kg
Ufsi, slægður 27.1.20 191,61 kr/kg
Djúpkarfi 4.12.19 156,00 kr/kg
Gullkarfi 27.1.20 263,44 kr/kg
Litli karfi 18.12.19 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.1.20 238,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.1.20 Kristján HF-100 Lína
Langa 456 kg
Steinbítur 135 kg
Keila 68 kg
Samtals 659 kg
27.1.20 Indriði Kristins BA-751 Lína
Þorskur 15.554 kg
Ýsa 351 kg
Steinbítur 229 kg
Langa 10 kg
Keila 9 kg
Skarkoli 3 kg
Karfi / Gullkarfi 1 kg
Samtals 16.157 kg
27.1.20 Hafrafell SU-065 Lína
Ýsa 1.145 kg
Þorskur 471 kg
Keila 46 kg
Steinbítur 26 kg
Karfi / Gullkarfi 16 kg
Samtals 1.704 kg

Skoða allar landanir »