Laxeldið opni leiðir fyrir aðra

Horft yfir kvíarnar. „Við þurfum skýran og sanngjarnan ramma sem …
Horft yfir kvíarnar. „Við þurfum skýran og sanngjarnan ramma sem hjálpar okkur að skapa þetta samkeppnisforskot,“ segir Þorsteinn í samtali við 200 mílur.

Árið 2022 gæti laxeldi staðið undir 27% af heildarútflutningsverðmætum íslensks sjávarútvegs. Þetta segir Þorsteinn Másson, svæðisstjóri fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax í Bolungarvík.

„Þetta er ef til vill frekar djarft áætlað hjá mér, en þessi framtíðarsýn miðast við þessi rúmu sjötíu þúsund tonn sem Hafrannsóknastofnun hefur sagt að verði óhætt að ala samkvæmt áhættumatinu.“

Þorsteinn hélt erindi um einmitt þessa framtíðarsýn á sjávarútvegsráðstefnunni árlegu, sem haldin var í Hörpu í nóvember. Hann bendir á að ýmsir óvissuþættir komi þó inn í reikninginn áður en vænta megi að þetta verði raunin.

„Leyfisveitingarnar eru til að mynda ekki fullfrágengnar. Þá á eftir að byggja upp seiðaeldisstöðvarnar og annars konar innviði. En ég ákvað að miða við þetta ártal, árið 2022, til að sýna að til mikils er að vinna og að við getum náð töluverðum árangri ef við stefnum öll að sama marki.“

„Þarna eru tækifæri til vaxtar“

Þorsteinn Másson, svæðisstjóri Arnarlax í Bolungarvík.
Þorsteinn Másson, svæðisstjóri Arnarlax í Bolungarvík.

Við mótun framtíðarsýnarinnar miðaði Þorsteinn við verð á laxi á síðasta ári og útflutningsverðmæti í sjávarútvegi á sama tímabili. Að þeim forsendum gefnum, og ef laxeldi næði 71 þúsund tonna framleiðslu á ári, myndi lax sem tegund standa undir 27% af útflutningsverðmætum í sjávarútvegi, eins og áður sagði. Til samanburðar stæði þorskur, okkar verðmætasta tegund, undir 46 prósentum.

„Við sjáum að þetta eru spennandi tækifæri sem við Íslendingar stöndum frammi fyrir. Auðvitað viljum við ganga áfram um villtu auðlindirnar með sjálfbærum hætti og það er ekki útlit fyrir að við munum auka hvítfiskveiðarnar mikið á komandi árum. En þarna eru tækifæri til vaxtar.“

Þorsteinn tekur fram að þótt um yrði að ræða 71 þúsund tonna framleiðslu, og þar með fullnýttar heimildir samkvæmd núgildandi áhættumati Hafrannsóknastofnunar, yrði Ísland áfram lítill fiskur í stórri tjörn miðað við nágrannalöndin.

„Það helgast fyrst og fremst af þessari áherslu á að vernda villtu laxastofnana, en í raun höfum við byggt upp eldið á þeim forsendum sem eru takmarkandi þáttur framleiðslunnar. Við lokuðum stærstum hluta af strandlengjunni og notumst við áhættumat til að verja og passa villta laxastofna.“

Langflestir sáttir við nálgunina

Bendir Þorsteinn á að Færeyingar séu í þeirri aðstöðu að þurfa lítið sem ekkert að hugsa um villta laxastofna þegar þeir ákveði hvar setja skuli niður eldiskvíar. „Þeir hafa ekki þessa villtu og merkilegu laxastofna, þannig að möguleikar þeirra til vaxtar takmarkast í raun og veru meira af heppilegum aðstæðum til eldis,“ segir hann.

„Og ef við lítum á Noreg, Skotland og Færeyjar þá höfum við gengið hvað lengst í að loka svæðum fyrir mögulegu laxeldi. Ég held að það sé lítill ágreiningur um það. Ég finn það að langflestir sem ég ræði við innan geirans eru sáttir við þessa nálgun sem við höfum haft hér á landi.“

Útsýnið við vinnuna. Þorsteinn telur að tækifæri séu fyrir íslenska …
Útsýnið við vinnuna. Þorsteinn telur að tækifæri séu fyrir íslenska laxa- og hvítfiskframleiðendur til að styðja hver við annan.

Íslenski laxinn hafi sérstöðu

Framleidd voru í Færeyjum á síðasta ári alls 77 þúsund tonn af laxi. Í Kanada nam framleiðslan 143 þúsund tonnum, á Írlandi var hún 16 þúsund tonn og í Bretlandi 157 þúsund tonn. Norðmenn gnæfa loks hátt yfir hinar þjóðirnar með 1.300 þúsund tonn. Á sama tíma voru framleidd tíu þúsund tonn hér á landi.

Ljóst má því vera að Ísland mun ekki keppa við nágrannaþjóðir sínar í magni, þegar kemur að því að selja laxinn á alþjóðlegum mörkuðum. Þorsteinn segir að þeim mun mikilvægara sé að skapa íslenska laxinum ákveðna sérstöðu.

„Við munum ekki geta keppt í magni og við munum heldur ekki geta keppt í lágum framleiðslu- eða flutningskostnaði. Ég held að tækifærin okkar felist þar af leiðandi í því að leggja áherslu á uppruna fisksins, þá virðingu sem við sýnum náttúrunni, alþjóðlegar vottanir og sjálfbærni fiskeldisins, svo dæmi séu tekin. Það gæti verið leiðin fyrir okkur að taka.“

Hægt að læra af útgerðunum

Spurður hvað læra megi af Norðmönnum í laxeldi segir Þorsteinn að Íslendingar hafi gert vel í að læra af eldinu sjálfu, varðandi áhættumat og að tryggja að sem minnst áhrif verði á villta laxastofna.

„Við höfum getað horft á þeirra aðferðir, það sem þau hafa gert vel og það sem þau hafa kannski brennt sig á í gegnum tíðina. En ekki síður þurfum við að líta til þess hvernig Norðmenn hafa nýtt laxinn til að koma hvítfisknum sínum dýpra inn á markaðinn þannig að hann öðlist þar betri sess.“

Hann segist vita til þess að hér á landi sé horft til vöruþróunar sem átt hafi sér stað í Noregi, þar sem reyktur og grafinn lax hafi verið kynntur á erlendum mörkuðum.

„Ég held að tækifærin okkar liggi í aukinni vöruþróun og í að toga hvítfiskinn dýpra inn á betur borgandi markaði með laxinum. Að sama skapi getum við í laxeldisgeiranum lært af íslensku sjávarútvegsfyrirtækjunum, sem hafa að mörgu leyti verið að vinna gott starf hvað varðar til dæmis upprunann og sjálfbærni. Þau hafa reynt að staðsetja sig á þeim hluta markaðarins og ég held að við í laxinum ættum að horfa til þess að gera það sömuleiðis.“

Að lesa sömu fræðibókina

Þorsteinn segist þannig telja að laxeldisfyrirtækin hérlendis og hinar hefðbundnu útgerðir séu að horfa til sömu styrkleika við mótun markaðsstarfs á erlendri grundu. „Það er þessi ímynd sjávarþorpanna, fólkið á bak við vörurnar, sem við erum stolt af, og ég held að við séum svolítið að lesa sömu fræðibókina þegar kemur að þessum styrkleikum.“

Telur hann þess vegna að tækifæri séu fyrir íslenska laxa- og hvítfiskframleiðendur til að styðja hver við annan.

„Ef okkur tækist að búa til Ísland sem nokkurs konar „one-stop shop“, þannig að kaupendur geti keypt bleikan og hvítan fisk frá Íslandi á sömu grundvallarforsendunum, þá held ég að það myndi efla möguleika íslenskra fyrirtækja á mörkuðum úti. Með þessu gætum við boðið viðskiptavinum handan hafsins upp á breiðara úrval og þannig styrkt stöðu okkar gagnvart öðrum.“

Akkilesarhæll Vestfirðinga

Samskip og Arnarlax skrifuðu í haust undir samstarfssamning um að Samskip annist útflutning afurða fyrirtækisins frá Bíldudal og sömuleiðis innflutning á aðföngum. Siglingarnar hófust í lok október, þegar Skálafell kom í sína fyrstu ferð til Bíldudals. Óhætt er að segja að langt sé um liðið síðan þaðan hafa verið beinar millilandasiglingar.

Aðspurður segir Þorsteinn að hvítfiskframleiðendur fyrir vestan geti nýtt sér þá flutninga. „Mér skilst að þeir séu farnir að nýta komur skipsins í einhverjum mæli. Ég vona að í framtíðinni, bæði fyrir vestan og austan, að eftir því sem framleiðslan í laxinum aukist þá muni skapast meiri spurn eftir fjölbreyttari flutningsleiðum, sem muni þá einnig standa hvítfiskframleiðendum opnar,“ segir hann.

„Við Vestfirðingar höfum í gegnum tíðina þurft að glíma við háan flutningskostnað, sem hefur nokkurn veginn verið okkar akkilesarhæll. Hugsanlega getur laxinn hjálpað til við að gera okkur samkeppnishæfari í flutningum frá framleiðslu til neytandans.“

Áhersla á umhverfisvernd

Loks segir Þorsteinn að brýnt sé fyrir stjórnvöld að setja skýran ramma utan um greinina.

„Þannig að fyrirtækin viti inni í hvaða ramma þau eiga að starfa, hvar mörkin eru og við hverju megi búast. Þessi óvissa varðandi leyfin og framleiðsluheimildir – henni þarf að eyða. Með þeim hætti getum við kannski byrjað að byggja upp ímyndina út á við og farið um leið að horfa meira til framtíðarinnar.

Við þurfum skýran og sanngjarnan ramma sem hjálpar okkur að skapa þetta samkeppnisforskot. Þar þarf að leggja áherslu á umhverfisvernd og virðingu fyrir náttúrunni, en líka á að við hér á landi getum haldið áfram að keppa við stóru framleiðendurna úti.“

Viðtalið birtist fyrst í sjávarútvegsblaði 200 mílna, sem síðast fylgdi Morgunblaðinu þann 14. desember.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 197,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 8.181 kg
Þorskur 404 kg
Skarkoli 88 kg
Ýsa 78 kg
Samtals 8.751 kg
18.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 3.179 kg
Þorskur 460 kg
Skarkoli 160 kg
Ýsa 94 kg
Samtals 3.893 kg
18.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 1.581 kg
Ýsa 18 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.616 kg
18.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 923 kg
Ýsa 369 kg
Þorskur 199 kg
Hlýri 78 kg
Skarkoli 56 kg
Langa 25 kg
Ufsi 18 kg
Samtals 1.668 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 197,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 8.181 kg
Þorskur 404 kg
Skarkoli 88 kg
Ýsa 78 kg
Samtals 8.751 kg
18.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 3.179 kg
Þorskur 460 kg
Skarkoli 160 kg
Ýsa 94 kg
Samtals 3.893 kg
18.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 1.581 kg
Ýsa 18 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.616 kg
18.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 923 kg
Ýsa 369 kg
Þorskur 199 kg
Hlýri 78 kg
Skarkoli 56 kg
Langa 25 kg
Ufsi 18 kg
Samtals 1.668 kg

Skoða allar landanir »