Fullyrðing sjóðsins „fáránleg“

Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva.
Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er eins og annað sem úr þessari átt kemur. Þeir hafa kosið sér þann brag að vera stóryrtir og með hótanir, þannig að þetta kemur ekki á óvart. Að sama skapi er þetta ekki líklegt til að hefja hér málefnalegar umræður fyrir alvöru.“

Þetta segir Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, um þá fullyrðingu umhverfissjóðsins Icelandic Wild­li­fe Fund, að í frumvarpsdrögum sjáv­ar­út­vegs- og landbúnaðarráðherra að lög­um um breyt­ingu á ýms­um laga­ákvæðum sem tengj­ast fisk­eldi felist „stríðsyf­ir­lýs­ing á hend­ur þeim sem vilja vernda líf­ríkið og starfa á vís­inda­leg­um grund­velli“.

Einar segir það jákvætt að í drögunum sé gert ráð ...
Einar segir það jákvætt að í drögunum sé gert ráð fyrir að mótvægisaðgerðir fiskeldisfyrirtækja verði hafðar til hliðsjónar við áhættumat Hafrannsóknastofnunar. mbl.is/Helgi Bjarnason

Deilt um samráðsvettvang

Samkvæmt frumvarpsdrögunum skal ráðherra skipa svokallaðan samráðsvettvang um fiskeldi til fjögurra ára í senn, sem á að vera stjórnvöldum til ráðgjafar vegna málefna fiskeldis og meðal annars leggja mat á forsendur og úrvinnslu þeirra gagna sem áhættumat erfðablöndunar byggir á.

Gert er ráð fyrir að sjö fulltrúar verði í hópnum; þrír fulltrúar skipaðir af ráðherra, einn fulltrúi tilnefndur af Hafrannsóknastofnun, einn fulltrúi tilnefndur af fiskeldisstöðvum, einn fulltrúi tilnefndur af Landssambandi veiðifélaga og loks einn tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

„Þetta er frá­leitt fyr­ir­komu­lag. Ef ráðherra tel­ur nauðsyn á að hafa sam­ráðsvett­vang til rýn­ing­ar á áhættumat­inu á sá hóp­ur að sjálf­sögðu að vera skipaður hlut­lausu vís­inda­fólki,“ segir í yfirlýsingu sjóðsins um þessi áform, sem birt var í gær. Sjóðurinn líti þá svo á að þessi vett­vang­ur eigi fyrst og fremst „að vera vett­vang­ur full­trúa ráðherra til að færa hon­um í hend­ur þá niður­stöðu sem hann vill“, og skjól til að fara gegn mati Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

Samráðið eðlilegt

Einar telur það hins vegar eðlilegt að samráð verði haft með þessum hætti og segir þessa fullyrðingu sjóðsins „fáránlega“.

„Eftir sem áður er það Hafrannsóknastofnun sem vinnur áhættumatið. Þó ráðherrann muni hafa lokaorðið, rétt eins og við ákvörðun aflamarks fiskveiða, þá tel ég það fráleitt að segja að verið sé að færa pólitík inn í þetta ferli. Þessi samráðsvettvangur er enn fremur einungis til ráðgjafar og mun ekkert ákvörðunarvald hafa.“

Einar segir það jákvætt að í drögunum sé gert ráð fyrir að mótvægisaðgerðir fiskeldisfyrirtækja verði hafðar til hliðsjónar við áhættumat Hafrannsóknastofnunar. 

„Þær aðgerðir hafa það að markmiði að draga úr hættu á erfðablöndun og með þessu verður ferlið miklu líkara því sem við þekkjum við stofnstærðarmat á villtum fiskum og fiskveiðiráðgjöfinni eins og hún hefur þróast. Að mínu mati er þetta því algjörlega rökrétt skref í ljósi þeirrar reynslu,“ segir hann.

„Það fyrirkomulag sem lagt er til í þessum frumvarpsdrögum er ekki endilega nákvæmlega það sem við fiskeldismenn hefðum helst kosið. Við teljum samt sem áður að þetta sé til bóta frá því sem nú er.“

Drögin má finna á sam­ráðsgátt stjórn­valda.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.19 290,94 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.19 340,40 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.19 297,22 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.19 142,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.19 106,74 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.19 123,28 kr/kg
Djúpkarfi 12.7.19 14,00 kr/kg
Gullkarfi 16.7.19 344,90 kr/kg
Litli karfi 25.6.19 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.7.19 276,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.19 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Þorskur 364 kg
Hlýri 144 kg
Karfi / Gullkarfi 106 kg
Keila 74 kg
Steinbítur 25 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 725 kg
16.7.19 Brimill SU-010 Handfæri
Þorskur 836 kg
Ýsa 6 kg
Samtals 842 kg
16.7.19 Bobby 4 ÍS-364 Sjóstöng
Þorskur 426 kg
Samtals 426 kg
16.7.19 Hólmi NS-056 Handfæri
Þorskur 698 kg
Samtals 698 kg

Skoða allar landanir »