Holl og góð vara sem sækir á

Snyrtilínan í verksmiðju fyrirtækisins. Innanlandsmarkaðurinn á enn eftir að taka ...
Snyrtilínan í verksmiðju fyrirtækisins. Innanlandsmarkaðurinn á enn eftir að taka við sér, segir Rolf.

Það er mesta synd að íslenskir neytendur eiga margir eftir að uppgötva hvað reykt þorsklifur er mikið hnossgæti. Víða um heim er þorsklifrin í miklu uppáhaldi hjá matgæðingum en auk þess að vera bráðholl vara er reykt þorsklifur sælkeramatur sem margir vilja líkja við gæsalifrarkæfu.

„Innanlandsmarkaðurinn á enn eftir að taka við sér og gæti það m.a. skýrst af því að á Íslandi er ekki mikil hefð fyrir neyslu á niðursoðnum sjávarafurðum, að túnfiski og sardínum undanskildum,“ segir Rolf Arnarson.

Einar Víglundsson verkstjóri hjá Akraborg fylgist með framleiðslunni.
Einar Víglundsson verkstjóri hjá Akraborg fylgist með framleiðslunni.

„Þá eiga sumir minningar úr æsku um að hafa verið gefin þorsklifur sem soðin var í potti með tilheyrandi lykt og hafði alls ekki sama bragð. Enda kemur oftast í ljós þegar fólk fær að smakka þorsklifrina okkar, sem hefur verið heitreykt og lítillega söltuð svo hún hefur kæfukennda áferð og milt bragð, að flestum þykir þetta góður matur og tala um að reykta þorsklifrin sé allt öðruvísi en þeir bjuggust við.“

Rolf er framkvæmdastjóri Akraborgar á Akranesi en fyrirtækið hefur sérhæft sig í framleiðslu niðursoðinna sjávarafurða frá árinu 1989. Í dag er Akraborg einn stærsti framleiðandi reyktrar þorsklifrar í öllum heiminum og selur vörur sínar undir ýmsum merkjum, John West, Capitaine Cook Mercadona og Bornholms.

Í uppáhaldi í Evrópu

Tiltölulega stutt er síðan nær öll þorsklifrarframleiðsla Evrópu færðist til Íslands en áður voru fyrirtæki umhverfis Eystrasaltið ráðandi á markaðinum. „Með strangari reglum um magn díoxíns í þorsklifur lagðist þessi starfsemi af í Evrópu. Umhverfis Ísland er sjórinn mun hreinni svo að lifrin úr þorski sem veiddur er hér við land fullnægir ströngustu kröfum,“ útskýrir Rolf.

Helstu kaupendur reyktrar þorsklifrar eru lönd á borð við Frakkland, Þýskaland, Danmörku, Tékkland og Pólland, og einnig er rík hefð fyrir þessum mat í Rússlandi.

Akraborg framleiðir meðal annars vörur í samvinnu við fyrirtækið Bornholms.
Akraborg framleiðir meðal annars vörur í samvinnu við fyrirtækið Bornholms.

„Okkar vara hefur vissa sérstöðu enda er engum gerviefnum bætt í dósina. Sums staðar nota framleiðendur reykbragð en við notum eingöngu alvöru reyk úr spóni, og framleiðum einvörðungu úr ferskri lifur til að auka gæðin enn frekar. Getum við því kynnt okkar vöru sem bæði holla, heilnæma og hreina sjávarafurð,“ segir Rolf en þorsklifrin er m.a. rík af A- og D-vítamíni og hollum fitusýrum.

„Niðursoðnar sjávarafurðir eru heilt á litið dalandi markaður á Vesturlöndum þar sem neysla á sjávarafurðum er meira að færast í ferska vöru. Þorsklifrin hefur hinsvegar víðast hvar haldið velli eða eilítið sótt á og mikilvægt að halda á lofti hollum og hreinum eiginleikum vörunnar.“

Þorsklifrarpaté gerir lukku

Meðal þess sem Akraborg hefur gert til að reyna að styrkja stöðu sína er að þróa nýjar vörur í samstarfi við þau merki sem fyrirtækið framleiðir fyrir. Hafa verið gerðar áhugaverðar tilraunir með því t.d. að bæta við sítrónu eða chilli-pipar og bjóða neytendum þannig upp á meiri fjölbreytni í bragði.

„Við höfum líka verið að þróa n.k. þorsklifrar-paté blandað hrognum og kryddi. Sú vara hentar betur til að smyrja á brauð eða kex og einn viðskiptavinur keypti sendingu til Japans á dögunum með það fyrir augum að nota þorsklifrar-patéið í sushi-réttum.“

Rolf segir vöruþróunina líka til þess gerða að halda athygli verslana og fá meira rými í hillum. „Það þykir betra að vera ekki með eina staka vöru, heldur bjóða upp á heila vörulínu, og hjálpar til að aðgreina okkur frá keppinautunum að kynna til sögunnar nýjar viðbætur við vörulínuna ár hvert.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.19 290,94 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.19 340,40 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.19 297,22 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.19 142,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.19 106,74 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.19 123,28 kr/kg
Djúpkarfi 12.7.19 14,00 kr/kg
Gullkarfi 16.7.19 344,94 kr/kg
Litli karfi 25.6.19 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.7.19 276,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.19 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Þorskur 364 kg
Hlýri 144 kg
Karfi / Gullkarfi 106 kg
Keila 74 kg
Steinbítur 25 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 725 kg
16.7.19 Brimill SU-010 Handfæri
Þorskur 836 kg
Ýsa 6 kg
Samtals 842 kg
16.7.19 Bobby 4 ÍS-364 Sjóstöng
Þorskur 426 kg
Samtals 426 kg
16.7.19 Hólmi NS-056 Handfæri
Þorskur 698 kg
Samtals 698 kg

Skoða allar landanir »