Allt að tuttugu sagt upp fyrir mánaðamót

Höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar að Skúlagötu 4.
Höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar að Skúlagötu 4. mbl.is/Arnþór Birkisson

Allt að tuttugu starfsmönnum Hafrannsóknastofnunar, á skipum og á landi, verður sagt upp fyrir lok þessa mánaðar, verði hagræðingarkröfu stjórnvalda haldið óbreyttri. Þetta staðfestir Sigurður Guðjónsson, forstjóri stofnunarinnar, í samtali við 200 mílur.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagðist fyrr í dag ekki enn hafa fengið á sitt borð tillögur Sigurðar, um hvernig stofnunin muni bregðast við hagræðingarkröfunni. Hann vildi því ekki tjá sig um væntanlegar uppsagnir stofnunarinnar.

„Ekki fyrr en við höfum farið yfir þær hugmyndir sem forstjórinn leggur upp við ráðuneytið, og með hvaða hætti það verði gert. Þess vegna vil ég ekki tjá mig um það að sinni. Ég tel þó að við höfum alla möguleika á því að koma í veg fyrir að þessar ýtrustu hugmyndir gangi eftir,“ sagði Kristján og bætti við: „Það hefur verið unnið að lausn þessa máls síðastliðnar vikur og ég vonast eftir niðurstöðu í þeirri vinnu á allra næstu dögum.“

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tvennt sem kom stofnuninni að óvörum

Bjarna Sæmundssyni, rannsóknaskipi Hafrannsóknastofnunar, verður einnig að óbreyttu lagt fyrir fullt og allt í haust, eins og Sigurður sagði í samtali við 200 mílur síðdegis í gær. 

„Það var eiginlega tvennt sem kom okkur að óvörum,“ sagði Sigurður. 

„Annars vegar að dregið sé úr fjárveitingu til verkefnasjóðs sjávarútvegsins, sem hefur borgað í kringum 400 milljónir á ári af kostnaði við grunnverkefni stofnunarinnar. Í fyrra var okkur lofað 390 milljónum og hér áður fyrr var um að ræða enn hærri tölur. En að lokum varð talan 250 milljónir, sem var óvænt.“

Hins vegar hafi stofnunin séð fram á hagræðingarkröfu upp á eitt prósent. „En sú krafa var tvöfölduð á milli annarrar og þriðju umræðu í þinginu, og varð því að 84 milljónum króna,“ sagði forstjórinn.

„Þá er þetta orðin svolítil glíma.“

Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar.
Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. mbl.is/Kristinn Magnússon

300 milljóna hagræðingarkrafa

Nefndi hann einnig það sem hann kallar innbyggðan galla í ríkiskerfinu. 

„Þegar menn reikna verðlagsbætur og launabætur, þá reikna þeir þær á þann hluta starfsemi stofnunarinnar sem er fjármagnaður af ríkinu. Við erum að velta einhverjum fjórum milljörðum og fáum í kringum þrjá milljarða frá ríki. Þetta þýðir að settar eru auknar kröfur um sértekjur, en í okkar tilfelli þá eru sértekjurnar nokkuð sem við getum ekki hækkað, því að mestu er um að ræða sölu á rannsóknarafla,“ sagði Sigurður.

„Það er bara fiskverð hverju sinni sem ræður þeim tekjum sem af honum fást. Þarna er því dulin hagræðing sem nemur um áttatíu milljónum í viðbót.“

Þegar allt þetta sé saman talið hljóði hagræðingarkrafa ríkisins upp á um 300 milljónir króna.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.19 301,81 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.19 348,45 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.19 254,27 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.19 260,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.19 87,81 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.19 134,11 kr/kg
Djúpkarfi 22.1.19 199,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.19 195,66 kr/kg
Litli karfi 23.1.19 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 23.1.19 239,71 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.19 Ásdís ÓF-009 Handfæri
Þorskur 1.052 kg
Ýsa 11 kg
Samtals 1.063 kg
23.1.19 Straumnes ÍS-240 Landbeitt lína
Þorskur 1.091 kg
Ýsa 889 kg
Steinbítur 325 kg
Karfi / Gullkarfi 26 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 2.332 kg
23.1.19 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Langa 90 kg
Keila 27 kg
Þorskur 14 kg
Steinbítur 13 kg
Ufsi 6 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 153 kg

Skoða allar landanir »