Klasinn með verkstjórafund

Á fundinum verða margir áhugaverðir fyrirlestrar.
Á fundinum verða margir áhugaverðir fyrirlestrar. mbl.is/Ófeigur

Íslenski sjávarklasinn stendur fyrir svokölluðum verkstjórafundi í húsakynnum sínum á Grandagarði 16, á morgun, föstudag. Áhersla fundarins að þessu sinni verður á áskoranir stjórnenda í fiskvinnslum.

Kynntar verða ýmsar tækninýjungar og nýsköpun í sjávarútvegi, og farið í heimsókn í Völku, hátæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun á tækjum og hugbúnaði fyrir fiskvinnslu, að því er fram kemur í tilkynningu frá klasanum.

Á fundinum verða margir áhugaverðir fyrirlestrar og sérstakir gestir verða Eggert Benedikt Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri HB Granda og N1, sem mun fjalla um fyrirliðann og fyrirmynd, Valgeir Magnússon framkvæmdastjóri Pipar/TWA, sem mun fjalla um hvernig á að fá fólk til þess að líða vel í vinnunni og Sölvi Tryggvason, rithöfundur og fjölmiðlamaður, sem heldur erindi um hvernig almenningur horfir á fiskvinnsluna.

Efli þekkingu og styrki netið

Einnig heldur stjórnendafyrirtækið Nolta vinnustofu fyrir þátttakendur í umsjón Ylfu Edith Fenger. Fundurinn er að hluta í samstarfi við Völku og SFS, en tilgangur hans er sagður vera fyrst og fremst að hvetja til og efla samstarf á milli þeirra sem fremst standa í fiskvinnslu í landinu.

Þátttakendur fái tækifæri til að kynnast betur, efla þekkingu sína og styrkja tengslanet, auk þess sem farið sé yfir helstu áskoranir í fiskvinnslu hverju sinni og hugmyndir um hvernig bæta megi ferla og aðferðir. Þannig megi auka heildarverðmæti í sjávarútvegi með bættum vinnsluaðferðum og aukinni nýtingu sjávarafurða.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »