200 mílur
| mbl
| 11.1.2019
| 18:08
| Uppfært
14.1.2019
13:03
Dregið úr fyrirhuguðum niðurskurði
Ákveðið hefur verið að draga úr fyrirhuguðum niðurskurði hjá Hafrannsóknarstofnun. Stofnunin mun hvorki þurfa að segja upp fólk né leggja rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafrannsóknarstofnun.
Þetta er niðurstaða stífra fundarhalda sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra með starfsfólki atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis.
Í tilkynningunni segir að um mikinn létti sé að ræða fyrir starfsfólk stofnunarinnar. Eftir sem áður þarf hún að takast á við hagræðingarkröfu sem er tilgreind í fjárlagafrumvarpi líkt og aðrar stofnanir.
Áfram verður unnið með ráðuneytinu til að finna traustari leiðir til að fjármagna rekstur stofnunarinnar til framtíðar.