„Andrúmsloftið eins og svart og hvítt“

Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar.
Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við erum komin fyrir vind, skulum við segja,“ segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, en greint var frá því á föstudag að dregið hefur verið úr fyr­ir­huguðum niður­skurði stofnunarinnar.

Þá voru að baki stíf fund­ar­höld forsvarsmanna stofnunarinnar með sjáv­ar­út­vegs­ráðherra og starfs­fólki ­ráðuneyt­isins.

Á tímabili var útlit fyrir að segja þyrfti upp allt að tuttugu starfsmönnum stofnunarinnar, áður en gripið var í taumana á föstudag. Spurður hvort starfsmönnum hafi verið létt um leið og tilkynnt var að samkomulag hefði náðst, segir Sigurður það tvímælalaust.

„Við gátum tilkynnt þetta strax á föstudaginn og andrúmsloftið var þess vegna eins og svart og hvítt, síðdegis á föstudag miðað við dagana þar á undan.“

Húsakynni Hafrannsóknastofnunar að Skúlagötu 4.
Húsakynni Hafrannsóknastofnunar að Skúlagötu 4. mbl.is/Arnþór Birkisson

Ekki boðlegt fyrirkomulag

„Í framhaldinu munum við öllsömul vinna að því að fá traustari grunn undir þetta hjá okkur, svo við lendum ekki í öðrum eins sviptingum,“ segir forstjórinn.

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra benti í síðustu viku á að tölu­verður hluti, eða nokk­ur hundruð millj­óna króna, af fjár­mögn­un Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, hefði und­an­far­in ár feng­ist með fjár­fram­lagi úr Verk­efna­sjóði sjáv­ar­út­vegs­ins. Stór hluti þess niður­skurðar sem blasti við stofn­un­inni hefði verið vegna þess að tekj­ur úr sjóðnum drógust veru­lega sam­an á síðastliðnum árum.

„Um er að ræða fjár­muni sem fást vegna upp­töku ólög­mæts sjáv­ar­afla. Í mín­um huga er það ekki boðlegt fyr­ir­komu­lag að stofn­un­in sé háð slíkri fjár­mögn­un held­ur þyrfti stofn­un­in að vera fjár­mögnuð með allt öðrum og ábyrg­ari hætti,“ sagði ráðherrann á fimmtudag.

Vonlaus fjármögnun fyrir starfið

Sigurður tekur undir þetta sjónarmið í samtali við 200 mílur í dag.

„Þessi verkefnasjóður er náttúrulega eiginlega vonlaus fjármögnun fyrir svona starf. Það er búið að tala um það frá því áður en ég tók við, en eins og alþjóð veit þá hefur ekki verið nein sérstök ending á ráðherrum,“ segir Sigurður. „Um leið og allir eru orðnir sammála um að þetta þurfi að gera, þá springur ríkisstjórn eða annað því líkt kemur upp á.“

Því sé það ef til vill verkefni fyrir næstu fjárlög að hnýta þessa hnúta betur, eins og Sigurður kemst að orði.

Spurður hvernig komið verði til móts við stofnunina segir hann að henni verði veitt það fé sem verkefnasjóðurinn hefði annars staðið undir.

„Við vorum að fá 390 milljónir á síðasta ári og við fáum þá samsvarandi upphæð á þessu ári. Svo getum við mætt þessari hagræðingarkröfu með því að leigja frá okkur Árna,“ segir Sigurður, en greint var frá því í síðustu viku að hafrannsóknaskipið Árni Friðriks­son yrði leigt til Nor­egs í haust, í einn og hálf­an mánuð.

„Þar með erum við sem sagt komin fyrir vind á þessu ári, en við viljum meina að fjárveitingin þurfi að vera tryggari til verkefna Hafrannsóknastofnunar, ekki síst nú þegar miklar breytingar eru að eiga sér stað í sjónum við landið,“ segir Sigurður.

„Ég held að enginn vilji svelta Hafró mikið, miðað við hvaða starfi við eigum að sinna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 331,72 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 216,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 220,69 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 233,55 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 194,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 331,72 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 216,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 220,69 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 233,55 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 194,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »