Aflinn jókst um 82 þúsund tonn milli ára

Þorskafli í desember var 15% minni en ári áður.
Þorskafli í desember var 15% minni en ári áður. Ljósmynd/Þröstur Njálsson

Afli íslenskra skipa var rúm 1.259 þúsund tonn á árinu 2018, eða 82 þúsund tonnum meiri en landað var árið 2017. Þetta sýna bráðabirgðatölur Hagstofunnar.

Fram kemur á vef stofnunarinnar að aukið aflamagn á milli ára megi rekja til meiri botnfisks- og kolmunnaafla, og bent á að tæp 293 þúsund tonn hafi veiðst af kolmunna samanborið við 229 þúsund tonn árið 2017.

Botnfiskafli nam tæpum 481 þúsund tonnum á síðasta ári, eða 12% meira en árið 2017. Tæp 275 þúsund tonn veiddust þá af þorski á síðasta ári, sem er 9% aukning frá árinu 2017. Flatfiskaflinn jókst um 24% milli ára og var rúmlega 27 þúsund tonn á síðasta ári. Afli skel- og krabbadýra jókst um 20%, úr 10,4 þúsund tonnum árið 2017 í 12,5 þúsund tonn árið 2018, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar.

Samdráttur í desember

Í desember var fiskaflinn tæp 57 þúsund tonn, sem er 19% samdráttur miðað við desember 2017. Þorskafli í desember var 15% minni en árið áður auk þess sem uppsjávarafli dróst saman um 23%. Aflinn í desember metinn á föstu verði var 16,5% minni en í desember 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 331,72 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 216,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 220,69 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 233,55 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 194,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 331,72 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 216,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 220,69 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 233,55 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 194,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »