200 mílur
| Morgunblaðið
| 16.1.2019
| 5:30
Loðnan kemur þegar skilyrðin eru rétt
Menn hafa trú á vertíðinni, en hér er dælt úr nótinni hjá Polar Amaroq.
Ljósmynd/Eyjólfur Vilbergsson
Upphafskvóti loðnu hefur ekki verið gefinn út og leiðangur sem er að ljúka gefur ekki ástæðu til sérstakrar bjartsýni.
Í Morgunblaðinu í dag segir Geir Zoëga, skipstjóri á grænlenska uppsjávarskipinu Polar Amaroq, hana munu skila sér.
„Loðnan spáir ekkert í dagsetningar, hún spáir bara í skilyrðin. Hún kemur, það er bara spurning um hvar og hvenær,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. Að sögn Geirs eru skilyrðin í hafinu síbreytileg og hagar loðnan sér í samræmi við það.