Umtalsverð frávik í starfsemi Fiskistofu

Starfsemi Fiskistofu sætir mikilli gagnrýni í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Starfsemi Fiskistofu sætir mikilli gagnrýni í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar. mbl.is/Árni Sæberg

Miklar brotalamir í eftirliti Fiskistofu með sjávarútveginum eru útlistaðar í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Fiskistofu sem var rædd í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í dag og hefur nú verið birt á heimasíðu Ríkisendurskoðunar.

„Á grundvelli þeirra gagna og upplýsinga sem Ríkisendurskoðun aflaði er ljóst að eftirlit Fiskistofu með vigtun sjávarafla […] er takmarkað og efast má um að það skili tilætluðum árangri,“ er meðal þess sem kemur fram í stjórnsýsluúttektinni.

Kemur fram í skýrslunni að gildandi fyrirkomulag vigtunar leyfir „umtalsverð frávik í skráningu heildarmagns“ og er Fiskistofa sögð ekki hafa sinnt „skilvirku eftirliti“.

Veikburða eftirlit

Þá segir að „eftirlit stofnunarinnar með brottkasti er veikburða og ómarkvisst. Raunverulegur árangur þess er auk þess á huldu þar sem hvorki liggja fyrir skýr árangursmarkmið eða árangursmælikvarðar.“

Ríkisendurskoðun vísar á bug mati atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um að brottkast sé „óverulegt“ á Íslandi. Vísað er til þess að innan fiskveiðikerfisins sé mikill hagrænn hvati til þess að stunda brottkast.

Vegna veikleika eftirlitsins sé í raun engin forsenda til þess að fullyrða um umfang brottkasts.

Kannar ekki eignarhald aflaheimilda

Efast Ríkisendurskoðun um að stofnunin yfir höfuð fylgi eftirlitshlutverki sínu. „Ekki verður séð að Fiskistofa kanni hvort yfirráð tengdra aðila í sjávarútvegi yfir aflahlutdeildum sé í samræmi við það hámark sem er skilgreint í lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Ráðast þarf í endurskoðun á 13. og 14. gr. laganna svo reglur um hámarksaflahlutdeild séu skýrar.“

Fiskistofa er sögð í einstökum tilfellum grípa til þess að framkvæma frumathuganir ef grunur leikur á um að sé farið yfir leyfileg mörk er varðar eign aflaheimilda meðal tengdra aðila. „Að öðru leyti treystir stofnunin nánast alfarið á tilkynningarskyldu handhafa aflahlutdeilda.“

Tillögur að úrbótum

Ríkisendurskoðandi segir að grípa þurfi til markvissra aðgerða til þess að hægt verði að tryggja skilvirkt og árangursríkt eftirlit sem er í samræmi ákvarðanir Alþingis um að nytjastofnar séu nýttir með sjálfbærum hætti.

Þá telur ríkisendurskoðandi að skilgreina þurfi skýr markmið um eftirlitshlutverk Fiskistofu og að „mótuð sé skýr afstaða til þess hverju eftirlitið á að skila og að gripið sé til nauðsynlegra ráðstafana til að árangursmarkmiðum verði náð.“

Einnig er lagt til að fjöldi starfsmanna sem sinna eftirliti verði endurskoðaður og mörkuð verði skýr stefna um að bæta úr þeim vanköntum sem bent er á í skýrslunni.

„Ef ekki verður brugðist við þeim annmörkum sem eru til staðar með viðunandi hætti er ljóst að eftirlit með nýtingu auðlinda hafsins og samþjöppun aflaheimilda verður áfram veikburða, óskilvirkt og ekki í samræmi við forsendur og ákvarðanir Alþingis.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 331,72 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 216,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 220,69 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 233,55 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 194,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 331,72 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 216,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 220,69 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 233,55 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 194,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »