Hlutu viðurkenningar fyrir gott samstarf

Viðurkenningahafar ásamt Þór Sigfússyni, stjórnarformanni Sjávarklasans, og Elizu Reid forsetafrú.
Viðurkenningahafar ásamt Þór Sigfússyni, stjórnarformanni Sjávarklasans, og Elizu Reid forsetafrú. mbl.is/Kristinn Magnússon

Frú Eliza Reid forsetafrú af­henti um miðjan daginn fjór­um fyr­ir­tækj­um inn­an Íslenska sjáv­ar­klas­ans viður­kenn­ing­ar fyr­ir að hafa skarað fram úr við að efla sam­starf við önn­ur fyr­ir­tæki.

Um er að ræða Matís, hjónin Lindu Björk Ólafsdóttir og Boga Þór Siguroddsson, Konur í sjávarútvegi og Bala Kamallakharan stofnandi Startup Iceland.

Matís hlýtur viðurkenningu fyrir öflugt samstarf við fjölmörg frumkvöðlafyrirtæki innan Sjávarklasans og hjónin Linda Björk og Bogi Þór fyrir að taka virkan þátt í uppbyggingu frumkvöðlafyrirtækja í Húsi sjávarklasans.

Félagið Konur í sjávarútvegi hlýtur viðurkenningu fyrir að stuðla að auknu samstarfi kvenna innan sjávarútvegs og auka umræðuna um mikilvægi fjölbreytni til að auka verðmætasköpun. Bala Kamallakharan hlýtur viðurkenningu fyrir óþrjótandi áhuga á að tengja saman frumkvöðla innan Sjávarklasans en hann hefur komið að fjölda verkefna.

Þetta er fimmta árið sem Íslenski sjáv­ar­klas­inn veit­ir þess­ar viður­kenn­ing­ar, en til­gang­ur­inn með viður­kenn­ing­un­um er sagður sá að hvetja fyr­ir­tæki til að efla sam­starf sín í milli og styrkja þannig enn frek­ar Ísland sem for­ystu­land í sjáv­ar­út­vegi.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.2.19 289,77 kr/kg
Þorskur, slægður 20.2.19 353,69 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.2.19 282,46 kr/kg
Ýsa, slægð 20.2.19 278,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.2.19 88,32 kr/kg
Ufsi, slægður 20.2.19 155,26 kr/kg
Djúpkarfi 4.2.19 109,00 kr/kg
Gullkarfi 20.2.19 253,46 kr/kg
Litli karfi 13.2.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.2.19 134,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.2.19 Sæþór EA-101 Þorskfisknet
Þorskur 2.261 kg
Rauðmagi 20 kg
Skarkoli 14 kg
Samtals 2.295 kg
20.2.19 Bergey VE-544 Botnvarpa
Þorskur 21.160 kg
Ýsa 2.241 kg
Ufsi 2.139 kg
Langa 1.893 kg
Lýsa 1.205 kg
Karfi / Gullkarfi 1.188 kg
Skötuselur 530 kg
Skarkoli 196 kg
Skata 171 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 90 kg
Steinbítur 71 kg
Samtals 30.884 kg
20.2.19 Gunnvör ÍS-053 Rækjuvarpa
Rækja (úthafsrækja) 6.649 kg
Samtals 6.649 kg

Skoða allar landanir »