Grafalvarlegt mál ef um „fréttafölsun“ er að ræða

Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri.
Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er engin spurning að þetta er grafalvarlegt mál eins og Elín Björg lýsir málavöxtum,“ segir Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri.

Eins og Morgunblaðið hefur greint frá hefur Elín Björg Ragnarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda, sent erindi til siðanefndar RÚV vegna framgöngu fréttaskýringarþáttarins Kastljóss árið 2012.

Elín er ósátt við að viðtal sem tekið var við hana þar sem hún ræddi almennt um samkeppnislega mismunun í innlendri fiskvinnslu og nauðsyn aðskilnaðar veiða og vinnslu var ekki birt en síðar notað í umfjöllun þáttarins um meint brot Samherja á gjaldeyrislögum. Vill hún meina að látið hafi verið að því liggja að hún væri að tjá sig um málefni Samherja, en það mál var ekki komið upp þegar viðtalið var tekið.

Elín kveðst hafa sent útvarpsstjóra, Kastljósinu og fréttastofu RÚV tölvupóst þar sem hún hafi lýst óánægju með þessa „misnotkun“ á viðtalinu en aldrei fengið nein svör. Sigmar Guðmundsson, þáverandi ritstjóri Kastljóssins, sagði í gær að liðsmenn Kastljóss hefðu árangurslaust reynt að ná sambandi við Elínu í kjölfar erindis hennar.

„Ef lýsing Elínar Bjargar sem fram kemur í þessari blaðagrein er rétt, að klippt hafi verið saman viðtöl um allt annað efni en var til umfjöllunar, þá er um hreina fréttafölsun að ræða. Það er auðvitað grafalvarlegt mál. Það ber þó að hafa í huga að ég hef ekki enn séð andsvör þeirra sem um þetta véluðu á sínum tíma,“ segir Páll.

„Hún vísar til þess að hafa sent mér sem útvarpsstjóra tölvupóst um þetta mál. Ég verð því miður að segja að þó ég ætti lífið að leysa þá man ég ekki eftir þessum tölvupósti. Það felur ekki í sér neina staðhæfingu um að hann hafi ekki verið sendur, ég geri ráð fyrir að þetta sé allt hárrétt. Ég verð bara að játa að ég man ekkert eftir honum. Mér þykir það í sjálfu sér leitt vegna þess að þessi atvikalýsing hennar hefði að minnsta kosti gefið tilefni til þess að ég, sem útvarpsstjóri, kallaði eftir svörum um málið.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.2.19 289,77 kr/kg
Þorskur, slægður 20.2.19 353,69 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.2.19 282,46 kr/kg
Ýsa, slægð 20.2.19 278,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.2.19 88,32 kr/kg
Ufsi, slægður 20.2.19 155,26 kr/kg
Djúpkarfi 4.2.19 109,00 kr/kg
Gullkarfi 20.2.19 253,46 kr/kg
Litli karfi 13.2.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.2.19 134,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.2.19 Sæþór EA-101 Þorskfisknet
Þorskur 2.261 kg
Rauðmagi 20 kg
Skarkoli 14 kg
Samtals 2.295 kg
20.2.19 Bergey VE-544 Botnvarpa
Þorskur 21.160 kg
Ýsa 2.241 kg
Ufsi 2.139 kg
Langa 1.893 kg
Lýsa 1.205 kg
Karfi / Gullkarfi 1.188 kg
Skötuselur 530 kg
Skarkoli 196 kg
Skata 171 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 90 kg
Steinbítur 71 kg
Samtals 30.884 kg
20.2.19 Gunnvör ÍS-053 Rækjuvarpa
Rækja (úthafsrækja) 6.649 kg
Samtals 6.649 kg

Skoða allar landanir »