Dró vélarvana skip til Hafnarfjarðar

Horft til Kristínar GK frá varðskipinu Tý.
Horft til Kristínar GK frá varðskipinu Tý. Ljósmynd/Guðmundur St. Valdimarsson

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um aðstoð frá fiskiskipinu Kristínu GK síðdegis í gær, en skipið var þá vélarvana um 30 sjómílur vest-norðvestur af Garðskaga. Varðskipið Týr var þá úti fyrir Keflavík og hélt þegar í átt að fiskiskipinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Segir í henni að áhöfn varðskipsins hafi skotið línu yfir í skipið á tíunda tímanum í gærkvöldi og að því búnu haldið með það áleiðis til Hafnarfjarðar.

Varðskipið kom með skipið til Hafnarfjarðar snemma í morgun en hafnsögubáturinn Hamar tók þá við og fylgdi því síðasta spölinn að bryggju.

Áhöfn varðskipsins skaut línu yfir í Kristínu á tíunda tímanum ...
Áhöfn varðskipsins skaut línu yfir í Kristínu á tíunda tímanum í gærkvöldi. Ljósmynd/Guðmundur St. Valdimarsson
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.19 290,80 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.19 344,93 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.19 302,04 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.19 142,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.19 106,20 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.19 123,28 kr/kg
Djúpkarfi 12.7.19 14,00 kr/kg
Gullkarfi 16.7.19 341,98 kr/kg
Litli karfi 25.6.19 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.7.19 276,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.19 Bryndís SH-128 Grásleppunet
Grásleppa 3.571 kg
Samtals 3.571 kg
16.7.19 Sunna Rós SH-123 Handfæri
Makríll 2.563 kg
Samtals 2.563 kg
16.7.19 Guðbjörg GK-077 Lína
Hlýri 164 kg
Þorskur 106 kg
Grálúða / Svarta spraka 71 kg
Keila 58 kg
Karfi / Gullkarfi 11 kg
Samtals 410 kg
16.7.19 Hafrafell SU-065 Lína
Þorskur 6.480 kg
Grálúða / Svarta spraka 4.371 kg
Karfi / Gullkarfi 214 kg
Hlýri 142 kg
Keila 86 kg
Blálanga 33 kg
Samtals 11.326 kg

Skoða allar landanir »