„Góðar umræður“ um hvalaskýrslu

Atvinnuveganefnd Alþingis fundaði vegna skýrslunnar í morgun.
Atvinnuveganefnd Alþingis fundaði vegna skýrslunnar í morgun. mbl.is/Alfons Finnsson

Oddgeir Ágúst Ottesen og Sigurður Jóhannesson frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands voru gestir á fundi atvinnuveganefndar Alþingis í morgun þar sem rætt var um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða.

Tilefnið var skýrsla Hagfræðistofnunar sem var unnin fyrir atvinnuvegaráðuneytið þar sem fram kom að fullyrðingar um neikvæð áhrif hvalveiða á íslenskt efnahagslífi eigi ekki við rök að styðja.

Halla Signý Kristjánsdóttir alþingismaður.
Halla Signý Kristjánsdóttir alþingismaður. mbl.is/Sigurður Bogi

Að sögn Höllu Signýjar Kristjánsdóttur, 2. varaformanns atvinnuveganefndar Alþingis, fóru þeir Oddgeir Ágúst og Sigurður yfir skýrsluna og svöruðu spurningum um hana. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, og Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá stofnuninni, voru einnig gestir fundarins.

Atvinnuveganefnd tók enga afstöðu til skýrslunnar sjálfrar heldur var einfaldlega farið yfir hana með aðstoð gestanna. „Þetta voru bara góðar umræður,“ segir Halla Signý. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvort fleiri gestir verði kallaðir til vegna málsins.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.2.19 267,61 kr/kg
Þorskur, slægður 17.2.19 339,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.2.19 249,72 kr/kg
Ýsa, slægð 17.2.19 255,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.2.19 89,15 kr/kg
Ufsi, slægður 17.2.19 155,35 kr/kg
Djúpkarfi 4.2.19 109,00 kr/kg
Gullkarfi 17.2.19 175,92 kr/kg
Litli karfi 13.2.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.2.19 147,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.2.19 Sandfell SU-075 Lína
Steinbítur 2.230 kg
Þorskur 1.847 kg
Ýsa 254 kg
Keila 54 kg
Karfi / Gullkarfi 8 kg
Samtals 4.393 kg
16.2.19 Indriði Kristins BA-751 Lína
Langa 1.793 kg
Steinbítur 949 kg
Karfi / Gullkarfi 74 kg
Hlýri 48 kg
Ufsi 18 kg
Samtals 2.882 kg
16.2.19 Fönix BA-123 Línutrekt
Langa 510 kg
Steinbítur 165 kg
Karfi / Gullkarfi 61 kg
Ýsa 35 kg
Þorskur 11 kg
Samtals 782 kg

Skoða allar landanir »