Ráðherra hafi ekki verið hæfur

mbl.is/Helgi Bjarnason

Mál Laxinn lifi, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Akurholts ehf., Geiteyrar ehf., Ara P. Wendel, Víðis Hólm Guðbjartssonar, Atla Árdal Ólafssonar, Varplands hf. og Veiðifélags Laxár á Ásum, gegn Arctic Sea Farm hf. og íslenska ríkinu annars vegar og Fjarðarlaxi ehf. og íslenska ríkinu hins vegar, voru þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 

Stefnendur fara fram á að bráðabirgðarekstrarleyfi sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gaf út í nóvember til fyrirtækjanna, eftir að Alþingi samþykkti lög til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra legðist af, verði felld úr gildi. Við þingfestingu málsins var óskað eftir fresti til að skila greinargerðum og hann veittur til 6. febrúar nk., en dómari féllst á beiðni stefnanda um að málið sætti flýtimeðferð. 

Annmarkar séu á útgáfu leyfanna

Flóki Ásgeirsson, lögmaður á Málflutningsstofu Reykjavíkur sem fer með málið fyrir hönd stefnenda, segir að málatilbúnaður þeirra byggi á því að útgáfa leyfanna í byrjun nóvember hafi verið haldin margvíslegum annmörkum sem tengist margir hverjir aðdraganda málsins. Meðal annars er því haldið fram að ráðherra hafi ekki verið hæfur til útgáfu leyfanna í ljósi þess að hann hafi lýst afstöðu sinni til málsins í aðdragandanum.

„Eins og kunnugt er voru rekstrarleyfi, sem Matvælastofnun gaf út árið 2017, felld úr gildi af úrskurðarnefndinni í lok september sl. Í kjölfarið fór ráðherra af stað með lagasetningu til þess að breyta lögum um fiskeldi og færa inn í þau nýja heimild um bráðabirgðaleyfi. Í framhaldi af því eru þau gefin út og stefnendur byggja á því að við lagasetningarferlið og leyfisveitingarferlið hafi ekki verið vandað nægilega til verka, en hvort tveggja fór fram á mjög skömmum tíma,“ segir hann.

Eitt þeirra atriða sem stefnendur byggja á er að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafi skort hæfi til að leysa úr málum fyrirtækjanna eftir að hafa tjáð sig um mál þeirra.

„Eitt atriði sem stefnendur byggja á er að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem bæði brást við úrskurðum úrskurðarnefndarinnar í fjölmiðlum og hafði síðan forgöngu um þessa lagasetningu, afgreiddi síðan sjálfur leyfið í kjölfarið eftir að hafa tekið mjög eindregna afstöðu til þessara tilteknu mála í fjölmiðlum og reyndar líka á Alþingi. Stefnendur byggja á því að ráðherra hafi í raun skort hæfi til að leysa úr málunum eftir að hann hafði tjáð sig með þessum hætti,“ segir Flóki.

mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Löggjöfin standist ekki stjórnarskrá

Þá byggja stefnendur m.a. á því að löggjöfin um heimild til útgáfu bráðabirgðarekstrarleyfa hafi verið afturvirk og standist því ekki stjórnarskrá.

„Síðan er byggt á því að löggjöfin hafi sem slík verið afturvirk. Hún hafi í raun og veru verið sett beinlínis til þess að skera úr ágreiningi málsaðilanna. Alþingi setur lögin í tilefni af úrskurðum úrskurðarnefndarinnar og gerir hana sérstaklega afturvirka til þess að geta tekið á þessum tveimur málum. Stefnendur byggja á því að þetta standist ekki stjórnarskrá,“ segir Flóki.

Fram kom í viðtali við Sigurð Pétursson, framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar Arctic Fish, móðurfélags Arctic Sea Farm hf., að sú fullyrðing í stefnu um að fyrirtækið hefði ekkert aðhafst til að uppfylla nauðsynleg skilyrði á gildistíma bráðabirgðaleyfisins, ætti ekki við rök að styðjast. 

„Við höf­um frá fyrsta degi sett í þetta meiri mann­skap inn­an fyr­ir­tæk­is­ins, og meira að segja ráðið til okk­ar lög­fræðing sem er að vinna að þess­um mál­um. Þá höf­um við fengið til liðs við okk­ur verk­fræðiskrif­stofu með sér­fræðing­um í þess­um mál­efn­um, ut­anaðkom­andi aðila til að sinna rann­sókn­um fyr­ir okk­ur, lög­fræðiþjón­ustu frá LEX og sér­fræðiaðstoð frá Há­skól­an­um á Hól­um,“ sagði hann.

Fyrri frétt mbl.is

Flóki segir að málatilbúnaður stefnenda standi hvorki né falli með þessu atriði.

„Þetta er eitt af þeim atriðum sem byggt er á í málatilbúnaði stefnenda. Byggt er á því að auk þess sem málsmeðferð hjá Alþingi og hjá ráðuneytinu hafi verið haldin annmörkum er bent á það til viðbótar að útgáfu leyfanna til bráðabirgða voru sett sérstök skilyrði af hálfu ráðherra um að aðilarnir myndu að fengnum þessum leyfum grípa til aðgerða til að færa til betri vegar þá annmarka sem lágu til grundvallar úrskurði úrskurðarnefndarinnar.“

Miðað við þau gögn sem stefnendur hafi haft undir höndum þegar stefnan hafi verið birt, hafi skilyrðin ekki verið uppfyllt. „Ef stefndu leggja fram nýjar upplýsingar við meðferð málsins verður tekin afstaða til þeirra,“ segir Flóki.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.2.19 289,77 kr/kg
Þorskur, slægður 20.2.19 353,69 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.2.19 282,46 kr/kg
Ýsa, slægð 20.2.19 278,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.2.19 88,32 kr/kg
Ufsi, slægður 20.2.19 155,26 kr/kg
Djúpkarfi 4.2.19 109,00 kr/kg
Gullkarfi 20.2.19 253,46 kr/kg
Litli karfi 13.2.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.2.19 134,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.2.19 Sæþór EA-101 Þorskfisknet
Þorskur 2.261 kg
Rauðmagi 20 kg
Skarkoli 14 kg
Samtals 2.295 kg
20.2.19 Bergey VE-544 Botnvarpa
Þorskur 21.160 kg
Ýsa 2.241 kg
Ufsi 2.139 kg
Langa 1.893 kg
Lýsa 1.205 kg
Karfi / Gullkarfi 1.188 kg
Skötuselur 530 kg
Skarkoli 196 kg
Skata 171 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 90 kg
Steinbítur 71 kg
Samtals 30.884 kg
20.2.19 Gunnvör ÍS-053 Rækjuvarpa
Rækja (úthafsrækja) 6.649 kg
Samtals 6.649 kg

Skoða allar landanir »