Myndavélar á við marga eftirlitsmenn

Fiskveiðifloti í Reykjavíkurhöfn. Mynd úr safni.
Fiskveiðifloti í Reykjavíkurhöfn. Mynd úr safni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stjórnendur Fiskistofu taka undir margt af því sem fram kemur í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á starfsemi stofnunarinnar. Þeir segja að í skýrslunni sé réttilega bent á margvíslega erfiðleika sem við sé að glíma vegna eftirlits með fiskveiðum, en margt af því hefur áður verið til umræðu. Eftirlit á sjó er einn þessara þátta og segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri að það þurfi að efla með auknum mannafla, en jafnframt að nýta tæknina í auknum mæli.

„Ég myndi vilja sjá þríþættar aðgerðir,“ segir Eyþór. „Fyrst og fremst þurfum við að skoða möguleika sem tæknin getur fært okkur hvort sem um myndavélaeftirlit er að ræða eða aðrar lausnir. Myndavélar um borð í fiskiskipum geta verið maki margra eftirlitsmanna og aukið dekkun í sjóeftirliti gríðarlega mikið.

Við þurfum líka meiri mannskap vegna þess að verkefnin eru mörg og krefjandi, en til þess vantar okkur fjármagn. Í þriðja lagi er það regluverkið. Við þurfum að skoða hvort það sé nógu skilvirkt og hvort viðurlögin hafi varnaðaráhrif eins og þau eiga að gera.“

Þessi atriði eru meðal þeirra sem Ríkisendurskoðandi bendir á í sinni skýrslu. Meðal tillagna til úrbóta er einnig að kanna þurfi hvort og þá hvernig hægt sé að auka samstarf Fiskistofu og Landhelgisgæslu við eftirlit með brottkasti.

Veikburða og ómarkvisst

Í skýrslunni er að finna umsögn sjávarútvegsráðuneytisins og er tekið undir mikilvægi þess að koma í veg fyrir brottkast. Þar kemur fram að um þessar mundir sé verið að skipa samráðsnefnd ráðuneytis, Fiskistofu og Landhelgisgæslunnar sem eigi að móta áherslur, fyrirkomulag og samstarf við fiskveiðieftirlit á hafi úti.

Meðal þess sem Ríkisendurskoðandi vekur sérstaka athygli á í skýrslu sinni er að eftirlit stofnunarinnar með brottkasti sé veikburða og ómarkvisst. Í skýrslunni segir: „Ríkisendurskoðandi bendir á að Hafrannsóknastofnun hefur ekki ráðist í neinar rannsóknir á tegundaháðu brottkasti í rúman áratug auk þess sem gagnasöfnun um lengdarháð brottkast hefur dregist talsvert saman undanfarin ár... Taka verði alvarlega áhyggjur og vísbendingar um að brottkast sé stundað.“

Bent er á að eftirlitið sé ýmsum vandkvæðum háð enda eigi möguleikinn á brottkasti við um allan íslenska flotann sem árið 2017 var 1.342 skip og bátar. Nú eru 22-23 sjóeftirlitsmenn við störf hjá Fiskistofu og eru þrír þeirra sérhæfðir til eftirlits um borð í skipum sem vinna aflann.

Greinin í heild birtist í Morgunblaðinu.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.19 298,16 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.19 382,71 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.19 312,82 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.19 278,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.19 108,63 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.19 163,38 kr/kg
Djúpkarfi 25.3.19 161,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.19 209,08 kr/kg
Litli karfi 19.3.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.3.19 195,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.19 Tjálfi SU-063 Þorskfisknet
Þorskur 5.316 kg
Samtals 5.316 kg
26.3.19 Dögg SU-118 Lína
Steinbítur 10.958 kg
Þorskur 204 kg
Skarkoli 50 kg
Samtals 11.212 kg
26.3.19 Magnús Jón ÓF-014 Grásleppunet
Grásleppa 704 kg
Þorskur 144 kg
Samtals 848 kg
26.3.19 Ebbi AK-037 Þorskfisknet
Þorskur 9.199 kg
Samtals 9.199 kg
26.3.19 Blíðfari ÓF-070 Grásleppunet
Grásleppa 510 kg
Samtals 510 kg

Skoða allar landanir »