Stuttur túr hjá Engey eftir eld í mótor

Friðleifur Einarsson, skipstjóri á Engey.
Friðleifur Einarsson, skipstjóri á Engey. mbl.is/Eggert

„Þetta var örstuttur túr. Bara tveir sólarhringar á veiðum enda var verið að stilla okkur af í löndunaráætlunni eftir óhappið á dögunum. Aflinn var hins vegar góður eða rúmlega 60 tonn og þetta var nánast eingöngu þorskur sem við fengum.“

Þetta segir Friðleifur Einarsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Engey RE, sem kom til hafnar í Reykjavík í gærmorgun. Fyrir rúmum tíu dögum kviknaði í spilmótor þegar skipið var að veiðum í Víkurálnum. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins og fór síðasta vika í viðgerð á spilmótornum. Tekin voru tíu hol í veiðiferðinni sem skiluðu rúmlega 60 tonna afla.

„Þar sem okkur var ekki ætlaður langur tími að þessu sinni þá sigldum við beint norður í Víkurál með það að markmiði að veiða eitthvað af karfa. Það var hins vegar bara þorskur á ferðinni. Við hófum veiðar í Víkurálnum eftir hádegi á laugardag en fórum svo norður eftir á Halann og enduðum veiðarnar út af Þverál eftir hádegi í gær,“ er haft eftir Friðleifi á vef HB Granda.

„Þar var bara þorskur. Reyndar hafði orðið vart við ýsu og ufsa utarlega á Halanum dagana á undan en sú veiði var búin er við komum á svæðið.“ 

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.2.20 337,59 kr/kg
Þorskur, slægður 21.2.20 382,69 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.2.20 344,39 kr/kg
Ýsa, slægð 21.2.20 293,85 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.2.20 168,42 kr/kg
Ufsi, slægður 21.2.20 197,18 kr/kg
Djúpkarfi 21.2.20 232,23 kr/kg
Gullkarfi 21.2.20 239,55 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.2.20 266,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.2.20 Sunnutindur SU-095 Línutrekt
Þorskur 8.149 kg
Ýsa 757 kg
Steinbítur 118 kg
Keila 25 kg
Langa 12 kg
Samtals 9.061 kg
21.2.20 Hafrafell SU-065 Lína
Steinbítur 271 kg
Langa 35 kg
Keila 9 kg
Samtals 315 kg
21.2.20 Öðlingur SU-019 Línutrekt
Þorskur 14.332 kg
Ýsa 693 kg
Steinbítur 67 kg
Keila 15 kg
Langa 8 kg
Samtals 15.115 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.2.20 337,59 kr/kg
Þorskur, slægður 21.2.20 382,69 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.2.20 344,39 kr/kg
Ýsa, slægð 21.2.20 293,85 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.2.20 168,42 kr/kg
Ufsi, slægður 21.2.20 197,18 kr/kg
Djúpkarfi 21.2.20 232,23 kr/kg
Gullkarfi 21.2.20 239,55 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.2.20 266,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.2.20 Sunnutindur SU-095 Línutrekt
Þorskur 8.149 kg
Ýsa 757 kg
Steinbítur 118 kg
Keila 25 kg
Langa 12 kg
Samtals 9.061 kg
21.2.20 Hafrafell SU-065 Lína
Steinbítur 271 kg
Langa 35 kg
Keila 9 kg
Samtals 315 kg
21.2.20 Öðlingur SU-019 Línutrekt
Þorskur 14.332 kg
Ýsa 693 kg
Steinbítur 67 kg
Keila 15 kg
Langa 8 kg
Samtals 15.115 kg

Skoða allar landanir »