Full fríverslun ekki fengist í gegnum EES

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Evrópusambandið hefur þráast við að koma á fullri fríverslun með sjávarafurðir í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Þetta kom fram í ræðu sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra flutti á málstofu um áhrif EES-samningsins á íslenskt samfélag sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík á miðvikudaginn.

„Það er einnig okkar markmið að koma á fullri fríverslun með fisk en ESB hefur þráast við að fella niður tolla á tilteknar fiskafurðir,“ sagði utanríkisráðherra þar sem hann fjallaði um það hvar Íslendingar þyrftu að gæta betur að hagsmunum sínum vegna aðildarinnar að EES-samningnum. Fyrir ári lét Guðlaugur Þór hliðstæð orð falla á Alþingi þar sem hann sagði sambandið ekki hafa tekið lægri tolla fyrir Ísland inn á markað þess í mál.

Ráðherrann ræddi þar um fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og sagði tækifæri felast í útgöngunni fyrir Ísland til þess að ná betri viðskiptakjörum við Bretland en landið nyti í dag í gegnum EES-samninginn. Þessi orð Guðlaugs Þórs eru í samræmi við skýrslu utanríkisráðuneytisins um útgöngu Breta sem kom út í nóvember 2017:

„Jafnvel þótt EES-samningurinn feli í sér góð viðskiptakjör fyrir útflutning til Bretlands og að stærstur hluti íslensks útflutnings til Bretlands njóti annað hvort tollfrelsis eða tollaívilnana þá tryggir EES-samningurinn ekki fullt tollfrelsi í viðskiptum með sjávarafurðir,“ segir í skýrslunni. Þar með sköpuðust tækifæri til betri viðskiptakjara við Bretland.

Hefur ekki enn skilað árangri

Fyrir ári var greint frá því í Morgunblaðinu að Evrópusambandið hefði samið um víðtækan fríverslunarsamning við Kanada þar sem gert væri ráð fyrir 100% tollfrelsi fyrir sjávarafurðir og 98% tollfrelsi fyrir innflutning til sambandsins í heild sem eru betri kjör en felast í EES-samningnum. Síðan hefur sambandið samið um hliðstæð kjör við Japan.

Guðlaugur Þór sagði við Morgunblaðið af þessu tilefni að málið hefði verið tekið upp við Evrópusambandið í nóvember 2017. „Það er auðvitað orðið svolítið sérstakt þegar Kanada hefur betri aðgang fyrir sjávarafurðir en EFTA/​EES-ríkin. Við erum að sækja á þá með þetta.“ Sérstök kjör inn á innri markað Evrópusambandsins fyrir sjávarafurðir voru ein af helstu rökunum fyrir aðild Íslands að EES-samningnum fyrir aldarfjórðungi.

Samkvæmt orðum utanríkisráðherra á málþinginu um EES-samninginn, sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík, er ljóst að sú vinna hefur að minnsta kosti enn sem komið er ekki skilað árangri.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.7.19 309,31 kr/kg
Þorskur, slægður 19.7.19 364,97 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.7.19 309,01 kr/kg
Ýsa, slægð 19.7.19 126,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.7.19 108,88 kr/kg
Ufsi, slægður 19.7.19 144,08 kr/kg
Djúpkarfi 12.7.19 14,00 kr/kg
Gullkarfi 19.7.19 294,49 kr/kg
Litli karfi 25.6.19 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.7.19 184,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.7.19 Friðrik Sigurðsson ÁR-017 Plógur
Sæbjúga /Hraunpussa 10.344 kg
Samtals 10.344 kg
21.7.19 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Keila 293 kg
Ýsa 288 kg
Þorskur 207 kg
Hlýri 28 kg
Steinbítur 16 kg
Karfi / Gullkarfi 10 kg
Ufsi 8 kg
Samtals 850 kg
21.7.19 Otur Ii ÍS-173 Landbeitt lína
Steinbítur 2.459 kg
Ýsa 1.177 kg
Þorskur 474 kg
Skarkoli 127 kg
Samtals 4.237 kg

Skoða allar landanir »