Skýringar á uppsögn standist ekki

Fyrirtækin hafa haft aðsetur í Verinu, vísindagörðum á Sauðárkróki.
Fyrirtækin hafa haft aðsetur í Verinu, vísindagörðum á Sauðárkróki. Helgi Bjarnason

Jón Eðvald Friðriksson, fyrrverandi stjórnarformaður Iceproteins ehf. og Protis ehf., skorar á FISK-Seafood ehf. og Kaupfélag Skagfirðinga að endurskoða ákvörðun sína um uppsögn dr. Hólmfríðar Sveinsdóttur, fv. framkvæmdastjóra Protis, um síðustu helgi. Þetta kemur fram í grein hans á vef Feykis, sem virðist svar við grein Friðbjörns Ásbjörnssonar, framkvæmdastjóra FISK-Seafood, um málið frá því í gær.

FISK-Seafood festi kaup á hlutafé í rannsóknar- og þróunarfyrirtækinu Iceprotein árið 2012 og árið 2015 var félagið Protis stofnað í því skyni að halda utan um framleiðslu og markaðssetningu. Málið hefur vakið athygli, ekki síst í ljósi þess að Hólmfríður er margverðlaunuð á sínu sérsviði. FISK-Seafood er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga.

Jón Eðvald Friðriksson, fyrrverandi stjórnarformaður Iceproteins og Protis.
Jón Eðvald Friðriksson, fyrrverandi stjórnarformaður Iceproteins og Protis. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

 

Protis er íslenskt líftæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu á lífvirku fiskprótíni úr villtum íslenskum þorski. Hlutverk fyrirtækisins er að skapa verðmæti með því að þróa og markaðssetja heilsuvörur úr íslensku hráfefni, sem aflað og unnið er á sjálfbæran hátt, fyrir viðskiptavini sem leita eftir hágæða náttúrulegum vörum, að því er fram kemur á vef fyrirtækisins.

Hagnaður af rekstri fyrirtækjanna 

Í grein sinni kvað Friðbjörn ástæðu uppsagnarinnar vera rekstrarlega. Vísindastarf af þeim toga sem um ræddi hjá Protis tæki til sín mikið fé og taprekstur undanfarinna ár mældist í hundruðum milljóna króna þegar allt væri talið.

Jón Eðvald rekur í grein sinni rekstrarniðurstöður áranna 2013-2017 og segir að saman talið hafi hagnaður Iceproteins á árunum 2013 til 2017 verið 7,5 milljónir króna, en nokkur áranna var taprekstur. „Heildartekjur þessi ár voru kr. 276,8 milljónir og samanstóðu af tekjum af seldri þjónustu, styrkjum frá opinberum aðilum og sjóðum, auk styrks úr þróunarsjóði KS til einstakra verkefna eða búnaðarkaupa,“ segir Jón Eðvald.

Jón Eðvald segir að tap hafi verið á rekstri Protis árið 2016 en hagnaður árið eftir. Sé afkoma fyrirtækjanna beggja lögð saman sé þó hagnaður af rekstrinum 2,6 milljónir króna. Eigið fé Iceproteins hafi í árslok 2017 verið 22,6 milljónir og eigið fé Protís verið neikvætt að fjárhæð 4,3 milljónir króna.

Freisti þess að fá Hólmfríði til starfa á ný

Jón Eðvald vekur athygli á því að kostnaður við vöruþróun og markaðsmál hafi verið gjaldfærður öll árin og því séu ekki neinar eignir skráðar í efnahagsreikningi félaganna, sem ekki séu áþreifanlegar.

Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir við störf hjá Protis og Iceprotein.
Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir við störf hjá Protis og Iceprotein.

„Færa má sterk rök fyrir því að ef sú leið hefði verið valin að halda fullum dampi í rekstri fyrirtækjanna og þeim mannauði, þekkingu og búnaði sem þar var til staðar, hefði eigandinn þ.e. FISK-Seafood ehf., ef hann hefði svo kosið, við sölu og eða sameiningu fyrirtækjanna við önnur fyrirtæki, fengið sinn eignarhlut metinn upp á tugi eða hundruð milljóna,“ segir hann.

„Ég hef verið stjórnarformaður þessara fyrirtækja þann tíma sem um ræðir fram í nóvember á síðasta ári og vil því skora á stjórnir FISK og KS að taka þessa ákvörðun til endurskoðunar og freista þess að fá dr. Hólmfríði Sveinsdóttur til þess að taka við keflinu aftur og efla þessi fyrirtæki enn frekar til hagsbóta fyrir íbúa þessa héraðs,“ segir Jón Eðvald.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 439,06 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 564,71 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 214,01 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,07 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 167,89 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,27 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.074 kg
Þorskur 126 kg
Skarkoli 31 kg
Ýsa 7 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 1.240 kg
24.4.24 Kristín Óf 49 Grásleppunet
Þorskur 288 kg
Skarkoli 82 kg
Ufsi 58 kg
Steinbítur 35 kg
Samtals 463 kg
24.4.24 Kvikur EA 20 Grásleppunet
Grásleppa 1.994 kg
Þorskur 96 kg
Samtals 2.090 kg
24.4.24 Dagur SI 100 Grásleppunet
Grásleppa 763 kg
Þorskur 209 kg
Ufsi 28 kg
Skarkoli 28 kg
Steinbítur 14 kg
Rauðmagi 2 kg
Samtals 1.044 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 439,06 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 564,71 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 214,01 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,07 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 167,89 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,27 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.074 kg
Þorskur 126 kg
Skarkoli 31 kg
Ýsa 7 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 1.240 kg
24.4.24 Kristín Óf 49 Grásleppunet
Þorskur 288 kg
Skarkoli 82 kg
Ufsi 58 kg
Steinbítur 35 kg
Samtals 463 kg
24.4.24 Kvikur EA 20 Grásleppunet
Grásleppa 1.994 kg
Þorskur 96 kg
Samtals 2.090 kg
24.4.24 Dagur SI 100 Grásleppunet
Grásleppa 763 kg
Þorskur 209 kg
Ufsi 28 kg
Skarkoli 28 kg
Steinbítur 14 kg
Rauðmagi 2 kg
Samtals 1.044 kg

Skoða allar landanir »