Súrnun og hlýnun eru ekki góð blanda

Hrönn Egilsdóttir, sjávarvistfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun.
Hrönn Egilsdóttir, sjávarvistfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. mbl.is/Árni Sæberg

Þær breytingar sem eru að eiga sér stað í hafinu gætu á einhverjum tímapunkti kallað á að draga þurfi töluvert úr fiskveiðum.

Breska dagblaðið Guardian birti á dögunum grein sem eðlilega hefur hrist upp í sjávarútveginum, jafnt sem þeim bresku neytendum sem þykir fátt betra en fiskur og franskar. Guardian vitnar í nýlega skýrslu sem gefin var út af umhverfisvöktunarnefnd norðurskautsráðsins, AMAP (e. Arctic Monitoring and Assessment Programme), sem fjallar um möguleikann á að súrnun sjávar og hitabreytingar í Barentshafi gætu valdið því að þorskstofninn á svæðinu hrynji þegar fram í sækir.

Hrönn Egilsdóttir er sjávarvistfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun og segir hún að það sem geri skýrslu AMAP sérstaklega áhugaverða sé að þar er þess freistað að smíða líkan sem sýni áhrifin þegar súrnun og hlýnun sjávar fara saman, frekar en að meta áhrifin hvor í sínu lagi. „Niðurstaðan er að hlýnun gæti hjálpað þorskstofninum í Barentshafi upp að vissu marki en ef hlýnar of mikið fari áhrifin að verða neikvæð. Súrnunin veldur síðan auknu álagi á stofninn og hefur einkum áhrif á fiskinn þegar hann er á lirfustigi og viðkvæmari fyrir umhverfisbreytingum.“

Að sögn Hrannar torveldar það allar spár hve fáum rannsóknum er til að dreifa og þannig sé t.d. ekki hægt að finna nema sautján vísindagreinar sem fjalla um áhrif súrnunar sjávar á þorsk. „Þær rannsóknir sem við höfum í dag veita okkur aðeins vísbendingar, og t.d. einblíndi skýrsla AMAP sérstaklega á þorskstofninn í Barentshafi. Þessar rannsóknir segja okkur þó afdráttarlaust að full ástæða sé til að skoða þessi mál betur, bæði hér við Ísland sem og annars staðar.“

Lífríki hafsins stafar ógn af hlýnun og súrnun sjávar.
Lífríki hafsins stafar ógn af hlýnun og súrnun sjávar. mbl.is/Styrmir Kári

Fiskar þola ekki hvað sem er

Bendir Hrönn á að það hafi lengi verið viðtekin skoðun að fiskarnir í hafinu gætu lagað sig að víðtækum umhverfisbreytingum og fært sig um set í takt við breytingar á hitastigi sjávar. Tegundir eins og þorskurinn eignist líka margar milljónir hrogna og þeir einstaklingar sem þola umhverfisbreytingarnar best geti því fjölgað sér hratt og styrkt stofninn. Þessi sýn á þrautseigju fiskstofna gefur samt skakka mynd, hvað þá þegar umhverfisbreytingarnar eru hraðar og fleiri en einn umhverfisþáttur sem veldur álagi á stofninn.

„Við hreinlega vitum það ekki hvort þorskurinn geti eða geti ekki þraukað ef sjórinn hlýnar og súrnar á sama tíma. Aftur á móti má fullyrða að ef umhverfi þorskstofna breytist mikið gæti dregið úr erfðabreytileika og þar með getur stofninn orðið viðkvæmari fyrir hvers kyns áföllum sem komið gætu í kjölfarið.“

Hrönn útskýrir að því meiri líffræðileg fjölbreytni sem er innan fiskstofns, því auðveldara eigi hann með að aðlagast, en ef ytri þættir valda því að hluti stofnsins nær ekki að koma afkvæmum á legg þá hverfi um leið hluti líffræðilegu fjölbreytninnar. Gæti það t.d. þýtt að ef helmingur stofnsins nær að aðlagast súrnun minnki erfðabreytileiki hans umtalsvert og hætta á að þeir eiginleikar sem hefðu nýst til að takast á við hitabreytingar hafi horfið með þeim helmingi stofnsins sem ekki tókst að aðlagast súrnuninni. „Ef síðan enn eitt áfallið bætist við, t.d. að sníkjudýr taka að herja á stofninn, þá er hann mögulega þeim mun verr í stakk búinn til að takast á við þær breytingar.“

Ítarlegri umfjöllun er að finna í sjávarútvegsblaði 200 mílna, sem fylgdi Morgunblaðinu á föstudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.9.23 584,63 kr/kg
Þorskur, slægður 27.9.23 339,45 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.9.23 350,85 kr/kg
Ýsa, slægð 27.9.23 274,46 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.9.23 304,32 kr/kg
Ufsi, slægður 27.9.23 291,28 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.23 301,00 kr/kg
Gullkarfi 27.9.23 416,30 kr/kg
Litli karfi 21.9.23 13,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 25.9.23 139,79 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.9.23 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 2.829 kg
Ýsa 742 kg
Ufsi 586 kg
Karfi 51 kg
Samtals 4.208 kg
27.9.23 Bergur VE 44 Botnvarpa
Karfi 38.254 kg
Samtals 38.254 kg
27.9.23 Málmey SK 1 Botnvarpa
Þorskur 158.713 kg
Grálúða 2.958 kg
Hlýri 243 kg
Karfi 31 kg
Samtals 161.945 kg
27.9.23 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 196 kg
Samtals 196 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.9.23 584,63 kr/kg
Þorskur, slægður 27.9.23 339,45 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.9.23 350,85 kr/kg
Ýsa, slægð 27.9.23 274,46 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.9.23 304,32 kr/kg
Ufsi, slægður 27.9.23 291,28 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.23 301,00 kr/kg
Gullkarfi 27.9.23 416,30 kr/kg
Litli karfi 21.9.23 13,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 25.9.23 139,79 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.9.23 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 2.829 kg
Ýsa 742 kg
Ufsi 586 kg
Karfi 51 kg
Samtals 4.208 kg
27.9.23 Bergur VE 44 Botnvarpa
Karfi 38.254 kg
Samtals 38.254 kg
27.9.23 Málmey SK 1 Botnvarpa
Þorskur 158.713 kg
Grálúða 2.958 kg
Hlýri 243 kg
Karfi 31 kg
Samtals 161.945 kg
27.9.23 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 196 kg
Samtals 196 kg

Skoða allar landanir »