Olíuskipið Keilir til landsins

Keilir í reynslusiglingu. Skipið hreppti leiðindaveður á Miðjarðarhafi er siglt ...
Keilir í reynslusiglingu. Skipið hreppti leiðindaveður á Miðjarðarhafi er siglt var í átt til Gíbraltar, en stóð sig með prýði. Ljósmynd/Akdeniz

Keilir, nýtt skip Olíudreifingar, er væntanlegur til Reykjavíkur í dag eftir rúmlega tveggja vikna siglingu frá Tyrklandi, þar sem skipið var smíðað hjá Akdeniz-skipasmíðastöðinni.

Hörður Gunnarsson, forstjóri Olíudreifingar, segir að skipið hafi hreppt vonskuveður á leiðinni, ekki síst á Miðjarðarhafinu, en hafi reynst mjög vel. Skipstjóri er Ómar Nordal og eru fjórir í áhöfn og verður skipinu formlega gefið nafn við móttökuathöfn á föstudag.

Nýja skipið er 49 metra langt og á að sigla með olíu á hafnir landsins. Það er búið átta farmgeymum og getur flutt allar tegundir eldsneytis sem eru í boði hérlendis. Það fer í rekstur strax um næstu helgi og leysir Laugarnesið af hólmi, en það er orðið 40 ára gamalt skip, að því er fram kemurí Mmorgublaðinu í dag.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.3.19 344,56 kr/kg
Þorskur, slægður 21.3.19 319,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.3.19 199,59 kr/kg
Ýsa, slægð 21.3.19 206,06 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.3.19 119,28 kr/kg
Ufsi, slægður 21.3.19 170,32 kr/kg
Djúpkarfi 11.3.19 109,00 kr/kg
Gullkarfi 21.3.19 173,53 kr/kg
Litli karfi 19.3.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.3.19 195,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.3.19 Fálkatindur NS-099 Grásleppunet
Þorskur 984 kg
Grásleppa 491 kg
Samtals 1.475 kg
21.3.19 Glettingur NS-100 Grásleppunet
Þorskur 972 kg
Grásleppa 430 kg
Ýsa 54 kg
Sandkoli 10 kg
Samtals 1.466 kg
21.3.19 Björgvin EA-311 Botnvarpa
Karfi / Gullkarfi 1.710 kg
Langa 838 kg
Lýsa 390 kg
Samtals 2.938 kg
21.3.19 Björn Hólmsteinsson ÞH-164 Þorskfisknet
Þorskur 5.411 kg
Samtals 5.411 kg

Skoða allar landanir »