Betri undirbúningur hefði sparað vinnu og fé

Á Akureyri. Eyþór Björnsson, fiskistofustjóri, í húsnæði Fiskistofu í Borgum. …
Á Akureyri. Eyþór Björnsson, fiskistofustjóri, í húsnæði Fiskistofu í Borgum. Hann var eini starfsmaðurinn sem flutti norður með stofnuninni. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Alls nam kostnaður vegna flutnings Fiskistofu til Akureyrar árið 2016 tæplega 180 milljónum króna. Stærstu einstöku liðirnir eru vegna starfslokakostnaðar upp á 45 milljónir og flugkostnaður innanlands, dagpeningar og annar ferða- og dvalarkostnaður nam samtals um 42 milljónum. Þá greiddi Fiskistofa leigu í tvö ár í húsnæði við Dalshraun í Hafnarfirði fyrir húsnæði sem stofnunin þurfti ekki á að halda. Nam þessi kostnaður alls tæplega 50 milljónum frá miðju ári 2016, en um mitt síðasta ár tók Matvælastofnun yfir samninga á þeim hluta húsnæðisins sem Fiskistofa þurfti ekki á að halda.

Framlag ríkisins vegna flutninganna nam 130 milljónum, en stofnunin hefur þurft að mæta kostnaði upp á tæplega 50 milljónir. Að sögn Eyþórs Björnssonar, fiskistofustjóra, hættu allmargir starfsmenn og var rekstrarafgangur m.a. nýttur til að mæta þessum kostnaði. Auk þess hefur Fiskistofa fengið vilyrði fyrir fjármagni út næsta ár vegna aukins ferðakostnaðar. Árlegur kostnaðarauki vegna ferðakostnaðar innanlands er talinn nema níu milljónum króna.

60 starfsmenn víða um land

Eyþór fiskistofustjóri var eini starfsmaður Fiskistofu, sem flutti til Akureyrar þegar höfuðstöðvarnar voru fluttar norður. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að alls störfuðu nú 60 starfsmenn hjá Fiskistofu. Á Akureyri starfar 21 starfsmaður, þar af 5 veiðieftirlitsmenn, í Hafnarfirði eru alls 27 starfsmenn að meðtöldum átta veiðieftirlitsmönnum. Tólf starfsmenn Fiskistofu starfa síðan víða um land við eftirlit og önnur störf, fjórir í Stykkishólmi, fjórir á Hornafirði, tveir á Ísafirði og tveir í Vestmannaeyjum.

Áform eða ákvörðun um að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar voru kynnt í júní 2014. Starfsmönnum var brugðið við þessar fréttir og í kjölfarið fylgdu ólga og uppsagnir. Á heimasíðu Fiskistofu birtist í vikunni skýrsla fiskistofustjóra um flutningana. Skýrslan var tilbúin fyrir mitt ár 2018 en þar sem hún var hluti þeirra gagna sem Ríkisendurskoðun voru fengin frá stofnuninni vegna vinnslu á skýrslu um eftirlitsstarfsemi Fiskistofu var beðið með birtingu skýrslunnar. Þar er ferlinu lýst frá því að ráðherra tilkynnti um áformin og fram á árið 2018 þegar flestir þættir málsins lágu skýrt fyrir.

Ítarlegri umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 331,72 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 216,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 220,69 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 233,55 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 194,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 331,72 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 216,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 220,69 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 233,55 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 194,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »