Breytingar Samskipa gefið góða raun

Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, markaðsstjóri hjá Samskipum, segir að nýja fyrirkomulagið …
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, markaðsstjóri hjá Samskipum, segir að nýja fyrirkomulagið flýti fyrir afgreiðslu á vörum, sem skili stórbættri þjónustu. mbl.is/Hari

Ráðist var í umfangsmiklar breytingar á siglingakerfi Samskipa síðastliðið haust og hafa þær gefið góða raun. Felast breytingarnar meðal annars í því að bætt var við einu skipi, tveimur skipum skipt út fyrir stærri skip og loks var siglingakerfið endurskipulagt.

Tvær leiðir, Suðurleið (Skálafell og Bláfell) og Norðurleið (Arnarfell og Helgafell), sigla nú til Bretlands og meginlands Evrópu, en viðkomum í völdum höfnum hér á landi var einnig fjölgað með Strand- og Suðurleiðinni, en Strandleiðin fer líka til Færeyja og siglir þaðan til Reykjavíkur þar sem vörunni er umskipað áfram til Evrópu.

Byrjað að losa á sunnudögum

Árangurinn er sá að áætlun skipanna síðustu þrjá mánuði á Suður- og Norðurleið hefur verið 100% á tímaáætlun til Reykjavíkur, samkvæmt upplýsingum frá Samskipum.

„Suðurleiðin bætir tenginguna fyrir innflutningsaðila frá Rotterdam og Bretlandi til Íslands,“ segir Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, markaðsstjóri Samskipa á Íslandi, og bendir á að með tilkomu nýs leiðakerfis hafi tekist að afhenda vörur mun fyrr en áður.

„Vörur á Suðurleiðinni, það er með Skálafelli og Bláfelli, eru afhentar á mánudögum. Byrjað er að vinna við losun klukkan 16.00 á sunnudögum sem flýtir allri afgreiðslu á vöru á mánudögum og skilar sér í stórbættri þjónustu til viðskiptavina.“

Svara kalli markaðarins

Með breyttum brottfarardögum í útflutningi sé tryggð afhending inn á markaði í Bretlandi og á meginlandi Evrópu á sunnudögum og mánudögum, sem skili sér í bættri þjónustu við útflytjendur á ferskum fiski.

Hún segir öruggar og hagkvæmar flutningaleiðir skipta höfuðmáli og að fyrirtækið bjóði áfram þjónustu í hæsta gæðaflokki.

„Samskip hafa meðal annars ráðist í endurnýjun á siglingakerfinu til að auka áreiðanleika í flutningunum og til að svara kalli markaðarins vegna aukinna ferskfiskflutninga síðustu misseri og ár. Með breyttu leiðakerfi eru Samskip kjörinn kostur í þessa flutninga, enda sjóflutningar hagkvæmari á margan hátt, bæði í samanburði við flug og eins til að létta álagi af flutningum innanlands þar sem það á við.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 1.264 kg
Þorskur 164 kg
Skarkoli 115 kg
Rauðmagi 20 kg
Samtals 1.563 kg
25.4.24 Loftur HU 717 Handfæri
Þorskur 408 kg
Karfi 74 kg
Ufsi 35 kg
Samtals 517 kg
25.4.24 Von HU 170 Grásleppunet
Grásleppa 1.092 kg
Skarkoli 590 kg
Þorskur 502 kg
Ýsa 97 kg
Steinbítur 6 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 2.290 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 1.264 kg
Þorskur 164 kg
Skarkoli 115 kg
Rauðmagi 20 kg
Samtals 1.563 kg
25.4.24 Loftur HU 717 Handfæri
Þorskur 408 kg
Karfi 74 kg
Ufsi 35 kg
Samtals 517 kg
25.4.24 Von HU 170 Grásleppunet
Grásleppa 1.092 kg
Skarkoli 590 kg
Þorskur 502 kg
Ýsa 97 kg
Steinbítur 6 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 2.290 kg

Skoða allar landanir »