Sjóveðurfréttirnar halda enn gildi sínu

Elín segir veðurfræðinga vel meðvitaða um gildi sjóveðurspáa fyrir sjófarendur. …
Elín segir veðurfræðinga vel meðvitaða um gildi sjóveðurspáa fyrir sjófarendur. Litið sé á sjóveðurfréttir sem öryggistæki. Ljósmynd/Þröstur Njálsson

Sjóveðurfréttir hafa frá áramótum verið lesnar klukkan 5.03 að morgni á Rás 1 í Ríkisútvarpinu, að loknum útvarpsfréttum sem sendar eru út klukkan fimm. Áður voru sjóveðurfréttirnar lesnar klukkan 4.30 en með þessum breytingum verða allir veðurfréttatímar í kjölfar útvarpsfrétta á RÚV.

Elín Björk Jónasdóttir, fagstjóri almennrar veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands, segir að veðurfréttatíminn klukkan 4.30 hafi að vissu leyti skorið sig úr.

„Hann var ekki beinlínis í neinu augljósu plássi og þetta hentaði bæði okkur og Ríkisútvarpinu að hnika honum til um þennan rúma hálftíma,“ segir hún í samtali við 200 mílur. „Gögnin berast okkur enn á sama tíma og áður og spáin er sömuleiðis unnin með sama hætti eftir þessa breytingu, og fer áfram út á vefinn á sama tíma.“

Áreiðanlegri en líkönin

Ætla má að sjófarendur reiði sig mest allra á veðurspár og -fréttir og segir Elín Björk að ítrekað komi fram í könnunum Veðurstofunnar að litið sé á sjóveðurfréttir í útvarpi sem öryggistæki.

„Þegar allt annað dettur út, símasamband og nettenging, þá skiptir máli að geta nálgast upplýsingarnar eftir þessum leiðum,“ segir hún og bætir við að ekki standi til að afnema textaveðurspárnar, þó þeim hafi verið fækkað úr fjórum í tvær á sólarhring fyrir fáeinum árum.

„Við höfum oft fengið að heyra að í vondum veðrum séu veðurspárnar sem veðurfræðingarnir gefa út, upplesnar eða í textaformi, áreiðanlegri en sjálf líkönin. Það endurspeglar það sem við á Veðurstofunni vitum, að líkönin hafa vissa annmarka inni á landi, og við gerum ráð fyrir að þeir séu einnig til staðar úti á sjó.“

Hún segir veðurfræðinga Veðurstofunnar vel meðvitaða um gildi sjóveðurspáa fyrir sjófarendur.

„Sjóveðurfréttirnar halda enn þá gildi sínu og eru kannski þær sem eru mest viðeigandi til upplesturs, þar sem fólk er almennt farið að skoða veðurkortið sjálft á vefnum, í stað þess að bíða fregna. Sjóveðurspáin hefur þess vegna þessa sérstöðu.“

Nánar var rætt við Elínu í sjávarútvegsblaði 200 mílna, sem fylgdi Morgunblaðinu 8. febrúar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »