Fyrsti aflinn eftir breytingarnar

Sjóðarinn í fiskmjölsverksmiðju Loðnuvinnslunnar.
Sjóðarinn í fiskmjölsverksmiðju Loðnuvinnslunnar. Ljósmynd/Loðnuvinnslan

„Kerfið er komið upp og virkar fullkomlega, en hluti af stýringum er ekki tilbúinn,“ segir Þorgeir Einar Sigurðsson, vaktstjóri í fiskmjölsverksmiðju Loðnuvinnslunnar. Skip útgerðarinnar, Hoffell, kom til hafnar á dögunum með fullfermi af kolmunna sem var landað beint til bræðslu, en við aflanum tók nýtt innmötunarkerfi ásamt nýjum forsjóðara og sjóðara.

Fram kemur á vef Loðnuvinnslunnar að að aflinn er sá fyrsti sem fer í gegnum verksmiðjuna síðan nýju tækin voru sett upp.

Breytingarnar á tækjabúnaði bræðslunnar eru sagðar liður í endurnýjun og tæknivæðingu verksmiðjunnar, sem orðin er 23 ára. Markmiðið með tæknivæðingunni sé þá að gera allt skilvirkara, sem gefi möguleika á auknum afköstum og aukinni framleiðslu. Enn fremur sparist orka, sem sé afar mikilvægur þáttur í dag.

Þar sem áður hafi þurft að snúa lokum og opna krana sé nú framkvæmt með tölvumús auk þess sem eftirlitsmyndavélakerfi gefi starfsmönnum kost á að fylgjast með mikilvægum stöðum í verksmiðjunni án þess að standa yfir þeim.

Spurður hvort nauðsynlegum breytingum sé þá lokið í verksmiðjunni að sinni svarar Þorgeir kankvís: „Það er alltaf eitthvað í spilunum.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.3.19 330,06 kr/kg
Þorskur, slægður 22.3.19 407,71 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.3.19 280,05 kr/kg
Ýsa, slægð 22.3.19 273,92 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.3.19 83,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.3.19 148,89 kr/kg
Djúpkarfi 11.3.19 109,00 kr/kg
Gullkarfi 22.3.19 237,51 kr/kg
Litli karfi 19.3.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.3.19 195,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.3.19 Sjöfn SH-707 Plógur
Ígulker 546 kg
Samtals 546 kg
22.3.19 Fjóla SH-007 Plógur
Ígulker 664 kg
Samtals 664 kg
22.3.19 Einar Hálfdáns ÍS-011 Landbeitt lína
Þorskur 3.716 kg
Steinbítur 2.579 kg
Ýsa 561 kg
Skarkoli 33 kg
Samtals 6.889 kg
22.3.19 Vésteinn GK-088 Lína
Ýsa 2.054 kg
Samtals 2.054 kg
22.3.19 Natalia NS-090 Grásleppunet
Grásleppa 175 kg
Þorskur 22 kg
Samtals 197 kg

Skoða allar landanir »