Selja Bergey úr Eyjum til Grundarfjarðar

Bergey VE-544 á siglingu.
Bergey VE-544 á siglingu. Ljósmynd/Guðmundur Alfreðsson

Útgerðarfélagið Bergur-Huginn í Vestmannaeyjum, dótturfélag Síldarvinnslunnar, hefur selt Guðmundi Runólfssyni hf. í Grundarfirði skuttogarann Bergey VE. Gert er ráð fyrir að skipið verði afhent G.Run. í síðasta lagi í september.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Síldarvinnslunni.

Bergey VE er 486 brúttótonn að stærð og smíðuð í Gdynia í Póllandi árið 2007. Útgerð Bergeyjar hefur ávallt gengið vel rétt eins og útgerð systurskipsins Vestmannaeyjar VE. Í lok síðasta mánaðar var greint frá því að aflaverðmæti Bergeyjar, frá því að skipið hóf veiðar í ágústmánuði 2007, hefði rofið tíu milljarða múrinn og á þeim tíma var heildaraflinn orðinn rúmlega 39.000 tonn.

Áður hefur komið fram að Bergur-Huginn á tvö skip í smíðum í Noregi og er þeim ætlað að leysa núverandi Bergey og Vestmannaey af hólmi. Gert er ráð fyrir að útgerðarfélagið fái nýju skipin afhent á komandi sumri. Nýju skipin eru 28,95 m að lengd og 12 m að breidd og verða þau að öllu leyti afar vel búin og lögð áhersla á góða vinnuaðstöðu, góða orkunýtingu og sem fullkomnasta nýtingu á afla, að því er segir í tilkynningunni.

Best heppnuðu skip sem veitt hafi við Ísland

Magnús Kristinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og núverandi stjórnarmaður í útgerðarfélaginu Bergur-Huginn, segir að það sé eftirsjá að Bergey.

„Ég kem til með að sakna skipsins mikið. Að mínu mati eru Bergey og Vestmannaey best heppnuðu skip sem veitt hafa við Ísland. Við sjáum það svart á hvítu á aflanum sem þau hafa borið að landi og aflaverðmætunum. Það gekk einstaklega vel að hanna og smíða þessi skip og þar höfðu starfsmenn útgerðarfélagsins mikil áhrif,“ segir Magnús.

„Útgerð skipanna hefur gengið einstaklega vel enda hafa þau ávallt verið vel mönnuð. Ég er líka spenntur fyrir nýju skipunum sem félagið á í smíðum og vona að þau verði jafn miklar happafleytur og þau gömlu. Það eru spennandi tímar fram undan.“

Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri Guðmundar Runólfssonar hf., segir að ástæður fyrir skipakaupunum séu einkum tvær. Í fyrsta lagi sé fyrirtækið að taka í notkun nýja og afkastamikla fiskvinnslustöð og því sé brýnt að auka veiðigetu skipa þess. Og í öðru lagi muni nýja skipið leysa af hólmi eldra og minna skip sem nú er í eigu fyrirtækisins.

„Við trúum því að við séum að fá öflugt og gott skip sem hentar okkar starfsemi vel. Við eigum fyrir sambærilegt skip og það verður hagkvæmt að gera þau út saman. Hér ríkir mikil ánægja með þessi skipakaup.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 331,72 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 216,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 220,69 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 233,55 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 194,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 331,72 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 216,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 220,69 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 233,55 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 194,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »