„Vorum aldrei kölluð að borðinu“

Rannveig Grétarsdóttir, formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands og stjórnarformaður hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar.
Rannveig Grétarsdóttir, formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands og stjórnarformaður hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er bara pólitík og ekkert annað og kom mér ekkert á óvart. Menn ætluðu sér alltaf að fara í hvalveiðar,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands.

Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, gaf í vikunni út reglu­gerð sem heim­il­ar áfram­hald­andi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019–2023. Nær ákvörðunin til veiða á fimm ára tíma­bili, eins og fyrri reglu­gerð gerði.

Segir stjórnvöld hundsa samtökin

Hvalaskoðunarsamtökin gagnrýna ákvörðun ráðherra, sérstaklega þar sem ekki var leitað til samtakanna í tengslum við ákvörðunina. „Að sjálfsögðu erum við mjög óhress með þetta því það var ekkert samráð haft við okkur,“ segir Rannveig, sem segir jafnframt að Hvalaskoðunarsamtök Íslands séu alfarið hundsuð af stjórnvöldum.

Í því samhengi bendir hún á að ekki var haft samband við samtökin við gerð skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða sem kom út í síðasta mánuði. Sömuleiðis hafi ekki verið haft samband við samtökin vegna ákvörðunar ráðherra um áframhaldandi hvalveiðar. „Við vorum aldrei kölluð að borðinu,“ segir Rannveig.

Þá gerir hún athugasemd við að ákvörðun ráðherra er sögð byggja á ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, en jafn­framt með hliðsjón af skýrslu Hag­fræðistofn­un­ar Há­skóla Íslands um þjóðhags­leg áhrif hval­veiða. „Það var búið að segja að það ætti ekki að nota hana til grundvallar þessarar ákvörðunar en samt er ráðherra að vísa í það núna,“ segir Rannveig. Samtökin hafa gagnrýnt skýrsluna harðlega og segja hana meðal annars „illa studda áróðursskýrslu“. 

Hvalaskoðun ekki viðurkennd sem nýting á hval

Ákvörðun ráðherra um hvalveiðar til næstu fimm ára hefur, að mati Rannveigar, ekki eingöngu áhrif á hvalaskoðun heldur á alla ferðaþjónustu yfir höfuð. „Þetta hefur neikvæð áhrif á ímynd landsins.“  

Hvalaskoðunarsamtök Íslands funduðu um ákvörðun ráðherra í morgun og býst Rannveig við að þau muni óska eftir fundi með sjávarútvegsráðherra í framhaldinu. „Þetta ýtir undir og í raun staðfestir það að stjórnvöld viðurkenna ekki hvalaskoðun sem nýtingu á hval.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 558,73 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 332,79 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 217,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 221,12 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 234,34 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 208,37 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.3.24 Málmey SK 1 Botnvarpa
Þorskur 52.598 kg
Samtals 52.598 kg
19.3.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Þorskur 3.518 kg
Steinbítur 614 kg
Ýsa 575 kg
Skarkoli 497 kg
Sandkoli 297 kg
Ufsi 95 kg
Samtals 5.596 kg
19.3.24 Vigur SF 80 Lína
Steinbítur 2.002 kg
Þorskur 523 kg
Ýsa 204 kg
Langa 19 kg
Samtals 2.748 kg
19.3.24 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 7.715 kg
Ýsa 1.700 kg
Steinbítur 527 kg
Langa 117 kg
Keila 37 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 10.108 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 558,73 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 332,79 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 217,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 221,12 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 234,34 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 208,37 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.3.24 Málmey SK 1 Botnvarpa
Þorskur 52.598 kg
Samtals 52.598 kg
19.3.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Þorskur 3.518 kg
Steinbítur 614 kg
Ýsa 575 kg
Skarkoli 497 kg
Sandkoli 297 kg
Ufsi 95 kg
Samtals 5.596 kg
19.3.24 Vigur SF 80 Lína
Steinbítur 2.002 kg
Þorskur 523 kg
Ýsa 204 kg
Langa 19 kg
Samtals 2.748 kg
19.3.24 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 7.715 kg
Ýsa 1.700 kg
Steinbítur 527 kg
Langa 117 kg
Keila 37 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 10.108 kg

Skoða allar landanir »