Telja fiskrækt í ám og eftirlit í ólestri

Veitt við Steinbogahyl í Galtalæk. Langflestum seiðunum mun vera sleppt ...
Veitt við Steinbogahyl í Galtalæk. Langflestum seiðunum mun vera sleppt á Suðurlandi. mbl.is/Golli

Veiðifélög landsins láta sleppa rúmlega milljón laxaseiðum að meðaltali á ári í vatnsföll landsins, samtals rúmlega 6 milljón seiðum á fimm árum. Formaður Landssambands fiskeldisstöðva ræður af svari Fiskistofu að málin séu í algerum ólestri, bæði skil veiðifélaga á fiskræktaráætlunum og eftirlit Fiskistofu. Óvissa sé um hversu mörgum seiðum sé í raun sleppt í árnar og hvernig staðið er að málum.

Landssamband fiskeldisstöðva (LF) óskaði sl. sumar eftir ítarlegum upplýsingum frá Fiskistofu um umfang fiskræktar í ám og vötnum og hvernig staðið er að eftirlit með henni. Svar hefur nú borist.

Skylt að gera áætlun

Í lögum er kveðið á um skyldu veiðifélags til að gera fiskræktaráætlun þegar ætlunin er að sleppa seiðum eða vinna að fiskrækt með öðrum hætti. Fiskistofa þarf að samþykkja slíka áætlun. Tilgangurinn er að gera fyrirhugaða fiskrækt markvissa og árangursríka og tryggja að vistkerfi villtra stofna stafi ekki hætta af. Sérstaklega eru nefndar hættur af sjúkdómum og erfðablöndun.

Í svörum Fiskistofu til LF er bent á að veiðifélög beri ábyrgð á að gera fiskræktaráætlanir en stofnunin telur að skorta kunni á að allar upplýsingar hafi borist um fiskræktaraðgerðir og vinni hún að því að bæta úr. Fram kemur að í gildi eru níu fiskræktaráætlanir og þrjár til viðbótar eru til meðferðar. Þær hafa greinilega komið fram þegar Fiskistofa var að afla upplýsinga til að svara LF.

Fiskistofa telur sig ekki geta veitt upplýsingar um tilteknar ár og vísar til upplýsingalaga en birtir töflu um sleppingar seiða á árunum 2013 til 2017, flokkað eftir landshlutum. Samkvæmt því er langflestum seiðunum sleppt á Suðurlandi enda eru þar aflahæstu laxveiðiár landsins, Rangárnar, þar sem veiðin grundvallast algerlega á seiðum sem sleppt er í árnar.

Þegar litið er á upplýsingar um ár þar sem fiskræktaráætlanir eru í gildi má sjá að þar vantar fjölda áa þar sem vitað er að seiðum er sleppt, jafnvel í stórum stíl. Þar er Rangárnar ekki að finna og engar af helstu laxveiðiám landsins nema hvað áætlun fyrir Víðidalsá er til meðferðar hjá Fiskistofu. Í sumum tilvikum eru væntanlega engar sleppingar eða aðrar aðgerðir til fiskræktar en í öðrum tilvikum er vitað um aðgerðir.

Engar fiskræktaráætlanir eru fyrir ár á Vestfjörðum þótt þar hafi verið mikil umræða um hættu af erfðablöndum vegna laxeldis í sjókvíum og 20-40 þúsund seiðum er sleppt árlega. Sömu sögu er að segja um Austfirði, í nágrenni hins stóra eldissvæðisins. Þar eru ekki í gildi áætlanir fyrir neinar ár þótt vitað sé um miklar sleppingar. Veiðifélög Breiðdalsá og Jöklu sendu slíkar áætlanir inn í desember.

Umgangast reglur af léttúð

Einar K. Guðfinnsson, formaður LF, segir ljóst að þrátt fyrir skýra lagaskyldu um samþykki fiskræktaráætlana umgangist veiðiréttarhafar þetta af fullkominni léttúð. Þá sé allt utanumhald og eftirlit í algeru lamasessi.

Bendir hann á að fram komi í svörum Fiskistofu að hún hafi ekki upplýsingar um ýmis atriði. Þannig liggi ekki fyrir upplýsingar um hvort seiðin sem sleppt er séu úr viðkomandi á eða ekki, þegar fiskræktaráætlun hefur ekki verið gerð.

Fráleitt að persónuvernd eigi við

„Við höfum fengið harða gagnrýni úr þessari átt. Veiðiréttarhafar hafa sett sig á háan hest gagnvart okkur. Mér fannst eðlilegt að fá upplýsingar um það hvernig þeir standa að sinni fiskrækt,“ segir Einar K. Guðfinnsson, spurður um ástæður fyrirspurnarinnar sem hann sendi Fiskistofu 9. júlí og fékk svar við 13. febrúar sl.

Hann segir að svörin bendi ekki til þess að lag sé á þessum málum, heldur þvert á móti. Sama gildi um eftirlit opinberra stofnana.

Einar vekur athygli á því að Fiskistofa afhendi ekki gögn um einstakar ár, telji það ekki heimilt vegna persónuverndarsjónarmiða. Einari þykir það fráleit rök. Ekki geti staðist að vísa til persónuverndarsjónarmiða í þessu efni. Til athugunar er að láta reyna á málið.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.3.19 328,97 kr/kg
Þorskur, slægður 22.3.19 407,71 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.3.19 281,12 kr/kg
Ýsa, slægð 22.3.19 273,92 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.3.19 85,30 kr/kg
Ufsi, slægður 22.3.19 148,89 kr/kg
Djúpkarfi 11.3.19 109,00 kr/kg
Gullkarfi 22.3.19 238,07 kr/kg
Litli karfi 19.3.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.3.19 195,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.3.19 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Ýsa 3.750 kg
Þorskur 645 kg
Grásleppa 38 kg
Lúða 27 kg
Rauðmagi 2 kg
Steinbítur 2 kg
Skarkoli 2 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 1 kg
Samtals 4.467 kg
22.3.19 Hulda GK-017 Lína
Þorskur 4.755 kg
Ýsa 751 kg
Samtals 5.506 kg
22.3.19 Kristján HF-100 Lína
Þorskur 311 kg
Steinbítur 28 kg
Samtals 339 kg

Skoða allar landanir »