Sokkinn í Seyðisfjarðarhöfn

Báturinn er heldur stór fyrir smábátahöfn bæjarins og sest á ...
Báturinn er heldur stór fyrir smábátahöfn bæjarins og sest á botninn í stórstraumsfjöru. Ljósmynd/Seyðisfjarðarhöfn

Báturinn Ramóna SU840 er sokkinn í höfninni á Seyðisfirði. Að sögn hafnarvarðar er báturinn heldur stór fyrir smábátahöfn bæjarins og sest því alltaf á botninn í stórstraumsfjöru.

Þegar flæddi inn í gærmorgun fór hins vegar ekki betur en svo að gálgi á stýrishúsinu festist undir bryggjunni með þeim afleiðingum að báturinn sat áfram fastur á botni hafnarinnar.

Báturinn er nú fullur af vatni og þegar flæðir út situr hann áfram fastur á sínum stað. Eigandi bátsins vinnur nú að því að græja dælur og mun freista þess að losa bátinn í næstu fjöru. Til þess mun hann þurfa að fjarlægja gálgann af skipinu.

Ekki er útlit fyrir að báturinn verði fyrir skemmdum öðrum en vatnsskemmdum vegna atviksins.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.19 298,16 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.19 382,71 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.19 312,82 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.19 278,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.19 108,63 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.19 163,38 kr/kg
Djúpkarfi 25.3.19 161,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.19 209,08 kr/kg
Litli karfi 19.3.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.3.19 195,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.19 Tjálfi SU-063 Þorskfisknet
Þorskur 5.316 kg
Samtals 5.316 kg
26.3.19 Dögg SU-118 Lína
Steinbítur 10.958 kg
Þorskur 204 kg
Skarkoli 50 kg
Samtals 11.212 kg
26.3.19 Magnús Jón ÓF-014 Grásleppunet
Grásleppa 704 kg
Þorskur 144 kg
Samtals 848 kg
26.3.19 Ebbi AK-037 Þorskfisknet
Þorskur 9.199 kg
Samtals 9.199 kg
26.3.19 Blíðfari ÓF-070 Grásleppunet
Grásleppa 510 kg
Samtals 510 kg

Skoða allar landanir »