Brúarfoss og Dettifoss í smíðum

Skipin tvö eru í smíðum í Kína.
Skipin tvö eru í smíðum í Kína. Ljósmynd/Eimskip

Eimskipafélag Íslands er með tvö gámaskip í smíðum í Kína, sem munu hljóta nöfnin Brúarfoss og Dettifoss. Bæði eru þau 2.150 gámaeiningar að stærð, 180 metra löng og 31 metra breið, samkvæmt fréttatilkynningu frá Eimskip.

Gert er ráð fyrir að skipin verði afhent næsta haust, en smíði þeirra er liður í endurnýjun skipaflotans sem og fyrirhuguðu samstarfi við grænlenska skipafélagið Royal Arctic Line. Skipin eru sögð ríkulega útbúin stjórnbúnaði og umhverfisvænni en eldri skip félagsins.

Sjötti Brúarfossinn og sjötti Dettifossinn

Nöfnin Brúarfoss og Goðafoss hafa verið áberandi í sögu Eimskips, en fimmta skip félagsins frá upphafi var nefnt Brúarfoss og kom það á eftir Gullfossi, Goðafossi, Lagarfossi og Goðafossi (II).

Brúarfoss (I) var fyrsta frystiskip Eimskips, smíðað í Kaupmannahöfn árið 1927 og var í þjónustu félagsins allt til ársins 1957. Nýi Brúarfoss verður sjötta skip Eimskips með þessu nafni.

Dettifoss er einnig sjötta skip félagsins með því nafni, en fyrsta skipið var smíðað fyrir Eimskip í Frederikshavn árið 1930 og var í þjónustu félagsins allt til ársins 1945.

Með afhendingu nýrra skipa stefnir félagið á að selja skipin Goðafoss og Dettifoss sem eru 1.457 gámaeiningar að stærð og hafa verið í rekstri Eimskips undanfarin 20 ár. Núverandi Dettifoss mun fá nafnið Laxfoss síðar á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 425 kg
Þorskur 183 kg
Skarkoli 61 kg
Steinbítur 25 kg
Samtals 694 kg
19.4.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 3.845 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 55 kg
Skarkoli 36 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 4.747 kg
19.4.24 Gammur Ii Grásleppunet
Grásleppa 1.224 kg
Þorskur 434 kg
Samtals 1.658 kg
19.4.24 Fannar SK 11 Grásleppunet
Grásleppa 2.677 kg
Þorskur 208 kg
Steinbítur 13 kg
Þykkvalúra 4 kg
Skarkoli 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 2.909 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 425 kg
Þorskur 183 kg
Skarkoli 61 kg
Steinbítur 25 kg
Samtals 694 kg
19.4.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 3.845 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 55 kg
Skarkoli 36 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 4.747 kg
19.4.24 Gammur Ii Grásleppunet
Grásleppa 1.224 kg
Þorskur 434 kg
Samtals 1.658 kg
19.4.24 Fannar SK 11 Grásleppunet
Grásleppa 2.677 kg
Þorskur 208 kg
Steinbítur 13 kg
Þykkvalúra 4 kg
Skarkoli 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 2.909 kg

Skoða allar landanir »