Leggur fram nýtt frumvarp um fiskeldi

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum sem tengjast fiskeldi. Er þar meðal annars lagt til að áhættumat erfðablöndunar vegna fiskeldis verði lögfest og að matið verði lagt til grundvallar leyfilegu magni af frjóum eldislaxi í sjókvíum hverju sinni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, en frumvarpið er sagt byggja á sáttmála ríkisstjórnarinnar. Við undirbúning þess hafi verið byggt að verulegu leyti á skýrslu starfshóps um stefnumótun í fiskeldi, sem skilaði tillögum sínum með skýrslu í ágúst 2017.

Nefndin geti ekki gert breytingar á matinu

„Stefna stjórnvalda er að ákvarðanir um uppbyggingu fiskeldis verði byggðar á ráðgjöf vísindamanna. Af þeim sökum er lagt til í frumvarpinu að áhættumat erfðablöndunar verði lögfest og að það verði lagt til grundvallar leyfilegu magni af frjóum eldislaxi í sjókvíum á hverjum tíma. Frumvarpið gerir ráð fyrir að Hafrannsóknastofnun geri bindandi tillögur að áhættumati erfðablöndunar en tillögurnar verði áður bornar undir samráðsnefnd um fiskeldi til faglegrar og fræðilegrar umfjöllunar,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Nefndin geti þá ekki gert neinar breytingar á áhættumatinu, og ráðherra staðfesti í kjölfarið áhættumat erfðablöndunar samkvæmt tillögu Hafrannsóknastofnunar. Sú tillaga verði bindandi fyrir ráðherra.

Í frumvarpinu er einnig kveðið á um að Hafrannsóknastofnun skuli leggja tillögu að endurskoðuðu áhættumati erfðablöndunar fyrir samráðsnefnd um fiskeldi innan tveggja mánaða eftir að lögin hafa verið birt í Stjórnartíðindum.

Í frumvarpinu er lagt til að sett verði ítarlegt lagaákvæði …
Í frumvarpinu er lagt til að sett verði ítarlegt lagaákvæði um skyldu rekstrarleyfishafa til að starfrækja innra eftirlit. mbl.is/Helgi Bjarnason

Ráðherra skipi samráðsnefnd

Með frumvarpinu er lagt til að ráðherra skipi samráðsnefnd sem er stjórnvöldum til ráðgjafar vegna málefna fiskeldis. Markmið þessa er sagt vera að styrkja vísindalegan grundvöll áhættumatsins og stuðla að nauðsynlegu samráði um uppbyggingu fiskeldis. Hlutverk samráðsnefndarinnar sé að leggja mat á forsendur og úrvinnslu þeirra gagna sem áhættumat erfðablöndunar byggist á en einnig að taka aðra þætti til skoðunar.

„Mikilvægt er að allir helstu aðilar hafi sameiginlegan vettvang til skoðanaskipta um þetta mikilvæga tæki sem áhættumatið er en einnig um aðra þætti sem snerta málefni fiskeldis,“ segir í tilkynningunni.

Í nefndinni muni eiga sæti fimm fulltrúar og verði þeir skipaðir til fjögurra ára í senn. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipi formann nefndarinnar. Þá tilnefni Hafrannsóknastofnun, fiskeldisstöðvar, Landssamband veiðifélaga og Samband íslenskra sveitarfélaga fulltrúa í nefndina.

Sett verði skýr reglugerðarheimild

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að innra eftirlit sjókvíaeldisstöðvar skuli meðal annars fela í sér vöktun á viðkomu laxalúsar í eldinu í samræmi við leiðbeiningar sem fram koma í reglugerð sem ráðherra setur. Niðurstöður vöktunar skulu sendar Matvælastofnun sem metur hvort og þá hvaða aðgerða er þörf vegna laxalúsar.

Jafnframt er lagt til að sett verði skýr reglugerðarheimild í lög um varnir gegn fisksjúkdómum fyrir ráðherra til að setja ákvæði um vöktun og aðgerðir vegna laxalúsar. Í slíkri reglugerð er ráðherra heimilt að mæla fyrir um aðgerðir vegna sníkjudýra í fiskeldi, svo sem um skyldu rekstraraðila til að telja laxalús við tilteknar aðstæður, tiltekin viðmiðunarmörk þar sem viðbragða er þörf og aðgerðir vegna útbreiðslu laxalúsar.

Aukið gegnsæi í fiskeldisstarfsemi

Sagt er að með frumvarpinu sé einnig leitast við að auka gegnsæi í fiskeldisstarfsemi. Liður í þessu sé að skylda fiskeldisfyrirtæki til að láta upplýsingar um starfsemi sína til stjórnvalda verða umfangsmeiri en samkvæmt gildandi lögum.

Lagt er til að stjórnvöld fái upplýsingar mánaðarlega þannig að hægt verði að leggja mat á breytingar í eldi á eldistímanum og þannig greina hvernig það þróast. Slíkar upplýsingar munu gefa opinberum eftirlitsaðilum betri mynd af rekstrinum og bæta eftirlit þeirra.

Öflugt eftirlit með fiskeldi

Í frumvarpinu er lagt til að sett verði ítarlegt lagaákvæði um skyldu rekstrarleyfishafa til að starfrækja innra eftirlit. Jafnframt er gerð sú krafa að frávik við eftirlit Matvælastofnunar sé innan ásættanlegra marka.

„Öflugt innra eftirlit á að tryggja að starfsemin sé í lagi og uppfylli settar kröfur. Með þessu eru forsendur til að byggja upp áhættumiðað eftirlit með fiskeldi sem þýðir að fiskeldisfyrirtæki sem hafa sinn rekstur í lagi og starfa í samræmi við kröfur laga og stjórnvaldsfyrirmæla fá færri eftirlitsheimsóknir en þau sem ekki uppfylla kröfurnar,“ segir í tilkynningunni.

Tímabundnar rannsóknir Hafró

Vegna áherslu á rannsóknir og vöktun lífríkisins gerir frumvarpið sérstaklega ráð fyrir heimild Hafrannsóknastofnunar til að stunda tímabundnar rannsóknir á fiskeldi í fiskveiðilandhelgi Íslands, ein eða í samstarfi við aðra. Með því er horft til þess að auðvelda og greiða fyrir nauðsynlegum rannsóknum vegna fiskeldis og þá sérstaklega eldistilraunum vegna sjókvíaeldis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 4.144 kg
Þorskur 816 kg
Skarkoli 79 kg
Samtals 5.039 kg
19.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 402 kg
Grásleppa 170 kg
Skarkoli 30 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 618 kg
19.4.24 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Þorskur 1.213 kg
Grásleppa 404 kg
Skarkoli 77 kg
Samtals 1.694 kg
19.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.851 kg
Þorskur 840 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 2.750 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 4.144 kg
Þorskur 816 kg
Skarkoli 79 kg
Samtals 5.039 kg
19.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 402 kg
Grásleppa 170 kg
Skarkoli 30 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 618 kg
19.4.24 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Þorskur 1.213 kg
Grásleppa 404 kg
Skarkoli 77 kg
Samtals 1.694 kg
19.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.851 kg
Þorskur 840 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 2.750 kg

Skoða allar landanir »