Erlend skip koma í Slippinn á Akureyri

Newfound Pioneer í slippnum á Akureyri.
Newfound Pioneer í slippnum á Akureyri. Ljósmynd/Slippurinn

Kanadíski rækjutogarinn Newfound Pioneer, sem er í eigu Newfound Rescources, hefur nú verið í slipp á Akureyri í rúman mánuð. Skipið er í hefbundinni klassaskoðun og hefur verið botnmálað, sinkað, öxuldregið auk þess sem skipt hefur verið um stálplötur í skipinu ásamt öðrum minni viðhaldsverkefnum.

Greint er frá þessu á vef Slippsins Akureyri og segir þar að skipið sé eitt fjölmargra erlendra skipa sem komið hafi í Slippinn á undanförnum árum.

„Skipaflotinn hérna á Íslandi hefur gengið í gegnum mikla endurnýjun og þar af leiðandi koma skipin sjaldnar og í minni slippa en áður. Þess vegna höfum við hjá Slippnum á Akureyri lagt meiri áherslu á að fá erlend skip til okkar, aðallega frá Rússlandi, Grænlandi, Kanada og Noregi,“ er haft eftir Ólafi Ormssyni, sviðsstjóra hjá Slippnum.

„Samkeppnin er þó mikil, bæði hér heima og erlendis.“

Bent er á að í næstu viku komi grænlenski togarinn Nataarnaq, sem er í eigu Ice Trawl Greenland og Royal Greenland, og muni vera í slipp í einn mánuð. Þar mun fara fram vélarupptekt á skipinu, öxuldráttur, viðhald á vindukerfi og skipið verður botnmálað.

„Verkefnastaðan er góð næstu mánuðina en að sjálfsögðu viljum við geta horft lengur fram í tímann. Það sem gefur okkur ákveðið forskot er að við erum stór vinnustaður og við bjóðum upp á fjölbreytta þjónustu. Einnig störfum við eftir ISO 9001-gæðakerfinu sem er alþjóðleg vottun og tryggir að við þurfum að uppfylla gæðakröfur og fara eftir ákveðnum verkferlum í okkar þjónustu, sem viðskiptavinir okkar kunna að meta,“ segir Ólafur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »