Greinin hefur tekið stakkaskiptum

Benedikt þurfti á sínum tíma að nota skóflu til að ...
Benedikt þurfti á sínum tíma að nota skóflu til að dreifa fóðrinu til fisksins í kvíunum. Í dag er fóðruninni fjarstýrt, myndavélar fylgjast með fiskinum og fullkomin tæki mæla hversu hratt hann vex.

Benedikt Hálfdanarson man þegar hann starfaði við það sem ungur maður, um miðjan 9. áratuginn, að fóðra fiska í kvíum í Hvammsvík, þar sem hann notaði skóflu til að kasta fóðri út í kvíarnar.

„Þessar kvíar hafa varla verið meira en 40 eða 50 metrar í ummál og framleiðslan mældist í nokkrum tugum tonna yfir árið. Í dag er algengt að kvíar séu allt að 200 metrar í þvermál, 40-50 metra djúpar og framleiðslan upp úr einni laxeldiskví í Noregi í kringum 1.000 tonn af fiski,“ segir hann.

Benedikt er framkvæmdastjóri Vaka fiskeldiskerfa ehf. og heldur erindi á Strandbúnaðarráðstefnunni sem haldin verður á Grand Hótel Reykjavík dagana 21. til 22. mars. Þar ætlar hann að fjalla um þær miklu breytingar sem orðið hafa á sjókvíaeldisbúnaði.

Fjarstýrð fóðrun

Framfarirnar sem orðið hafa í tækninni sem greinin notar sjást t.d. á því að fiskurinn er ekki lengur fóðraður með handafli. „Í stað þess að vera með menn á bátum sem dreifa fóðri fer fóðrunin fram með fóðurkerfum sem er fjarstýrt úr landi. Fóðrið er geymt á stórum fleka sem er útbúinn blásurum sem feykja fóðrinu út um rör og yfir í hverja kví. Hjá Arnarlaxi er t.d. fóðrunin í höndum starfsmanna á Bíldudal sem sitja við tölvur og stjórna því þaðan, fjarri kvíunum, hvenær blásararnir fara af stað,“ útskýrir Benedikt.

„Ekki nóg með það heldur eru myndavélar sem fylgjast með því hvort fiskurinn er örugglega að éta fóðrið, og hægt að sjá í stjórnstöðinni ef fóðuragnir eru teknar að falla í gegnum fiskvöðuna og stoppa þá fóðrunina. Mælar ofan í kvíunum vakta stærð fiskanna og staðsetningu þeirra í kvínni svo að megi sjá betur hvernig fiskurinn vex og haga fóðruninni þannig að hún skili sem mestum árangri. Útkoman er sú að í dag tekst laxeldisstöðvum að búa til eitt kíló af eldisfiski fyrir hvert kíló af fóðri, sem er einstakur árangur. Til samanburðar þarf a.m.k. 2,5 til 3 kg af fóðri fyrir hvert kíló af próteini í kjúklingarækt.“

Ítarlegri umfjöllun er að finna í ViðskiptaMogganum, sem fylgdi Morgunblaðinu á fimmtudag.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.3.19 330,06 kr/kg
Þorskur, slægður 22.3.19 407,71 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.3.19 280,05 kr/kg
Ýsa, slægð 22.3.19 273,92 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.3.19 83,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.3.19 148,89 kr/kg
Djúpkarfi 11.3.19 109,00 kr/kg
Gullkarfi 22.3.19 237,51 kr/kg
Litli karfi 19.3.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.3.19 195,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.3.19 Kaldbakur EA-001 Botnvarpa
Ufsi 81.805 kg
Ýsa 6.833 kg
Þorskur 2.797 kg
Karfi / Gullkarfi 1.468 kg
Samtals 92.903 kg
22.3.19 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Þorskur 216 kg
Hlýri 14 kg
Samtals 230 kg
22.3.19 Sjöfn SH-707 Plógur
Ígulker 546 kg
Samtals 546 kg
22.3.19 Fjóla SH-007 Plógur
Ígulker 664 kg
Samtals 664 kg
22.3.19 Einar Hálfdáns ÍS-011 Landbeitt lína
Þorskur 3.716 kg
Steinbítur 2.579 kg
Ýsa 561 kg
Skarkoli 33 kg
Samtals 6.889 kg

Skoða allar landanir »