Gefast upp á allri formlegri loðnuleit

Árni Friðriksson, skip Hafrannsóknastofnunar. Loðnu hefur verið leitað í margar ...
Árni Friðriksson, skip Hafrannsóknastofnunar. Loðnu hefur verið leitað í margar vikur. mbl.is/Pétur Kristjánsson

Allri formlegri leit að loðnu er lokið fyrir þessa vertíð. Niðurstaðan er sú að Hafrannsóknastofnun mun ekki leggja til að gefnar verði út aflaheimildir fyrir tegundina.

Fundi Hafrannsóknastofnunar með þeim útgerðum sem eiga loðnukvóta lauk nú fyrir skemmstu og staðfestir Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri upp­sjáv­ar­líf­rík­is hjá stofn­uninni, að þar hafi verið ákveðið að hætta formlegri leit.

„Þó verður það þannig að ef einhverjar afgerandi stórfréttir berast, þá auðvitað bregðumst við við. En menn telja líkurnar á því vera orðnar sáralitlar.“

Uppsagnir í Fjarðabyggð og Eyjum

Sveit­ar­fé­lög­in sem verða fyr­ir mesta áfall­inu vegna yf­ir­vof­andi loðnu­brests hafa beðið með að taka upp fjár­hags­áætlan­ir sín­ar þangað til af­drif loðnunn­ar yrðu full­ráðin.

Í byrjun mars hafði um fimmtán manns þegar verið sagt upp vegna loðnu­brests í Fjarðabyggð og samkvæmt útreikningum sveitarfélagsins munu laun starfs­manna í sjáv­ar­út­vegi í sveit­ar­fé­lag­inu lækka um 13% á þessu ári ef fram fer sem horfir.

Þá hefur Ísfélagið sett uppsjávarskipið Álsey VE á söluskrá og sagt upp hluta áhafnar, meðal annars sökum loðnubrests, eins og 200 mílur greindu frá fyrr í dag.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.19 316,72 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.19 348,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.19 287,19 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.19 280,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.19 104,58 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.19 153,83 kr/kg
Djúpkarfi 25.3.19 161,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.19 198,82 kr/kg
Litli karfi 19.3.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.3.19 195,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.19 Dalborg EA-317 Grásleppunet
Grásleppa 1.177 kg
Þorskur 271 kg
Samtals 1.448 kg
25.3.19 Arnþór EA-037 Grásleppunet
Grásleppa 1.114 kg
Þorskur 650 kg
Skarkoli 43 kg
Steinbítur 12 kg
Rauðmagi 11 kg
Samtals 1.830 kg
25.3.19 Sæfari ÁR-170 Plógur
Sæbjúga /Hraunpussa 10.560 kg
Samtals 10.560 kg
25.3.19 Straumur ST-065 Grásleppunet
Grásleppa 2.917 kg
Þorskur 1.136 kg
Skarkoli 67 kg
Samtals 4.120 kg

Skoða allar landanir »