Skipið til sölu og skipverjum sagt upp

Álsey VE hefur verið sett á söluskrá.
Álsey VE hefur verið sett á söluskrá. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Ísfélag Vestmannaeyja hefur auglýst uppsjávarskipið Álsey VE til sölu og hefur hluta áhafnar skipsins verið sagt upp. Þetta staðfestir Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins, í samtali við 200 mílur.

Hann rekur ákvörðunina meðal annars til þess að útlit er fyrir að Hafrannsóknastofnun muni ekki ráðleggja neinar loðnuveiðar á þessari vertíð. 

„Blæs ekki byrlega“

„Svo eru horfur á minnkandi verkefnum. Ekki er kominn samningur við Færeyjar um kolmunnaveiðar og þó það sé ekki beint tengt við Álsey þá eru líkur á minnkandi kvóta í náinni framtíð í makríl og norsk-íslenskri síld. Þegar maður horfir á heildarstöðuna þá blæs ekki byrlega og þessi ákvörðun er tekin í ljósi þess,“ segir Stefán.

Hann bendir á að kvarnast hafi úr áhöfninni á síðustu mánuðum, en alls eru nú átta í áhöfn skipsins. „Það má segja að hluti áhafnar fari í verkefni og pláss á öðrum skipum en öðrum skipverjum var sagt upp og þar á meðal menn sem eru búnir að vinna lengi hjá okkur. Þetta er því ekki skemmtilegt.“

Sjá Álsey í skipaskrá 200 mílna

Uppfært 17.15:

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.19 316,72 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.19 348,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.19 287,19 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.19 280,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.19 104,58 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.19 153,83 kr/kg
Djúpkarfi 25.3.19 161,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.19 198,82 kr/kg
Litli karfi 19.3.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.3.19 195,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.19 Dalborg EA-317 Grásleppunet
Grásleppa 1.177 kg
Þorskur 271 kg
Samtals 1.448 kg
25.3.19 Arnþór EA-037 Grásleppunet
Grásleppa 1.114 kg
Þorskur 650 kg
Skarkoli 43 kg
Steinbítur 12 kg
Rauðmagi 11 kg
Samtals 1.830 kg
25.3.19 Sæfari ÁR-170 Plógur
Sæbjúga /Hraunpussa 10.560 kg
Samtals 10.560 kg
25.3.19 Straumur ST-065 Grásleppunet
Grásleppa 2.917 kg
Þorskur 1.136 kg
Skarkoli 67 kg
Samtals 4.120 kg

Skoða allar landanir »