Loðnubrestur bitnar á öllum

Loðnuveiðar úti fyrir Þorlákshöfn fyrir nokkrum árum. Í ár verður …
Loðnuveiðar úti fyrir Þorlákshöfn fyrir nokkrum árum. Í ár verður nær örugglega engin loðna veidd við Íslandsstrendur. mbl.is/Golli

Loðnan finnst ekki, eins og óttast hefur verið undanfarnar vikur, og íslensk uppsjávarfyrirtæki búa sig undir að mæta verkefnaleysi sem því fylgir með því að draga saman seglin. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, segir loðnubrestinn mikið högg, ekki bara fyrir fyrirtækin í greininni heldur samfélagið allt.

„Þetta bitnar á öllum, ætli ríkissjóður sé ekki að verða af einhverjum fjórum til fimm milljörðum,“ segir Gunnþór í samtali við mbl.is, en útflutningsverðmæti loðnu í fyrra nam tæpum 18 milljörðum króna og hefur loðnan að jafnaði verið næstverðmætasta útflutningstegund íslensks sjávarútvegs síðustu ár.

Loðnubresturinn hefur því mikil áhrif á samfélögin þar sem útgerðirnar rækja starfsemi sína, bæði starfsmenn og bæjarsjóðina.

Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð ein og sér hafa metið sinn eigin tekjumissi vegna yfirvofandi loðnubrests á 260 milljónir, frá því sem gert hafði verið ráð fyrir á fjárhagsáætlun ársins.

Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar. mbl.is/Sigurður Bogi

„Hvar eiga þau að skera niður?“ spyr Gunnþór, í samtali við blaðamann, en Hafrannsóknastofnun fundaði með útgerðum í dag og tjáði þeim að allri formlegri leit væri lokið þennan veturinn. Niðurstaðan er sú að ekki verður mælt með því að gefa út aflaheimildir loðnu á þessu ári.

Gunnþór segir þetta auðvitað þýða mikla tekjuskerðingu, ekki bara hjá fyrirtækinu heldur hjá fólkinu sem þar starfar og fyrir samfélagið allt. 

Markaðurinn sveltur af loðnu

Hann segist hafa verið að kveðja japanska viðskiptavini, sem hafi verið hér á landi að „bíða eftir loðnunni“.

„Þeir voru að fara yfir þetta, hvað þetta yrði svakalegt sjokk hjá þeim og þeirra kúnnum. Þannig að þetta teygir sig víða,“ segir Gunnþór. Hann bætir við að það sé líka vandamál, að ekki sé loðnu að finna í Barentshafinu um þessar mundir.

„Þannig að markaðurinn verður sveltur af loðnu, okkar mikilvægustu markaðir. Það er líka bara alvarlegt, upp á að þeir leiti í annað,“ segir Gunnþór, sem segir margþættar ástæður geta valdið því að loðna finnist ekki í ár, meðal annars breytingar á hitastigi sjávar og stækkandi hvala- og þorskstofnar.

Hann segir að vert sé að setja aukið afl í rannsóknir, til þess að skýra stöðuna.

„Við erum fiskveiðiþjóð og erum að tala þarna um eina undirstöðutegund í vistkerfinu okkar sem er mikilvæg í iðnaðinum og það hlýtur bara að kalla á það að menn setji aukið afl í rannsóknir og að afla þekkingar um hvað er að gerast og hvernig hún er að hegða sér, svo að það megi nú vonandi nýta hana með sjálfbærum hætti áfram.“

Stofninn endurnýjar sig fljótt

Gunnþór segir þó ekki bara neikvæðar fréttir af loðnunni og að vitað sé að stofninn sé að endurnýja sig.

„Við erum að veiða hana þriggja ára gamla svo þetta er fljótt að endurnýja sig og það er enginn afkomubrestur í hrygningarstofni. Við þurfum bara að setja þessa vertíð aftur fyrir okkur og draga saman seglin og mæta því og horfa svo bara bjartsýn inn í framtíðina,“ segir Gunnþór.

Hann segir að það verði einhverjar hagræðingar í rekstri hjá Síldarvinnslunni, en að ekki sé tímabært að gefa út nákvæmlega með hvaða hætti brugðist verði við.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.20 385,30 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.20 430,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.20 320,08 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.20 307,18 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.20 126,86 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.20 200,07 kr/kg
Djúpkarfi 4.12.19 156,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.20 278,87 kr/kg
Litli karfi 18.12.19 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.1.20 99,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.20 Indriði Kristins BA-751 Lína
Þorskur 10.110 kg
Ýsa 783 kg
Steinbítur 28 kg
Samtals 10.921 kg
22.1.20 Hafborg EA-152 Dragnót
Þorskur 1.533 kg
Karfi / Gullkarfi 267 kg
Langlúra 266 kg
Ýsa 141 kg
Steinbítur 91 kg
Skarkoli 48 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 2.353 kg
22.1.20 Emil NS-005 Landbeitt lína
Þorskur 107 kg
Ýsa 1 kg
Samtals 108 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.20 385,30 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.20 430,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.20 320,08 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.20 307,18 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.20 126,86 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.20 200,07 kr/kg
Djúpkarfi 4.12.19 156,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.20 278,87 kr/kg
Litli karfi 18.12.19 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.1.20 99,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.20 Indriði Kristins BA-751 Lína
Þorskur 10.110 kg
Ýsa 783 kg
Steinbítur 28 kg
Samtals 10.921 kg
22.1.20 Hafborg EA-152 Dragnót
Þorskur 1.533 kg
Karfi / Gullkarfi 267 kg
Langlúra 266 kg
Ýsa 141 kg
Steinbítur 91 kg
Skarkoli 48 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 2.353 kg
22.1.20 Emil NS-005 Landbeitt lína
Þorskur 107 kg
Ýsa 1 kg
Samtals 108 kg

Skoða allar landanir »