Tvö skip fengið slæm brot á sig

Venus NS að veiðum. Mynd úr safni.
Venus NS að veiðum. Mynd úr safni.

„Það er búið að vera leiðindaveður og það var bræla á miðunum þegar við komum. Þrátt fyrir það náðum við einu góðu holi, 440 tonnum, en það var mun minni afli í næsta holi á eftir. Eftir að veðrið versnaði var ekki um annað að ræða en leita vars og við komum inn á flóann í gær,“ segir Theódór Þórðarson, skipstjóri á Venusi NS.

Skipið var eitt af sex íslenskum uppsjávarveiðiskipum sem leituðu í fyrradag vars inni á Donegal-flóa en óveður geisar nú á kolmunnamiðunum vestur af Írlandi.

Að sögn Theódórs er veðurútlit slæmt og ekki horfur á að óveðrið gangi niður fyrr en á föstudag. Tvö íslensk skip hafi þá þegar fengið á sig slæm brot.

Ekki um annað að ræða

„Upphaflega ætlum við til hafnar í Killybegs en þar var allt fullt og því leituðum við vars inni á Donegal-flóa. Í raun var ekki um annað að ræða því auk brælunnar er sjólag mjög slæmt þarna úti og tvö íslensku skipanna höfðu fengið slæm brot á sig,“ segir Theódór.

Fram kemur á vef HB Granda að Venus hafi verið að veiðum töluvert norðar en kolmunnaveiðarnar byrjuðu. Fiskurinn hrygni suður og suðvestur af Írlandi og gangi svo norður í ætisleit.

„Við þekkjum lítið til veiða á kolmunna á þessum tíma enda höfum við verið á loðnuveiðum í febrúar og fram í mars. Við höfum svo farið til kolmunnaveiða og undanfarin tvö ár hefur botninn dottið úr veiðunum vestur af Írlandi 18. til 20. mars. Vonandi verður breyting á í ár og við ættum að komast aftur á miðin á fimmtudagskvöld eða á föstudag.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 438,33 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 564,71 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,59 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,07 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 167,89 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,27 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.074 kg
Þorskur 126 kg
Skarkoli 31 kg
Ýsa 7 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 1.240 kg
24.4.24 Kristín Óf 49 Grásleppunet
Þorskur 288 kg
Skarkoli 82 kg
Ufsi 58 kg
Steinbítur 35 kg
Samtals 463 kg
24.4.24 Kvikur EA 20 Grásleppunet
Grásleppa 1.994 kg
Þorskur 96 kg
Samtals 2.090 kg
24.4.24 Dagur SI 100 Grásleppunet
Grásleppa 763 kg
Þorskur 209 kg
Ufsi 28 kg
Skarkoli 28 kg
Steinbítur 14 kg
Rauðmagi 2 kg
Samtals 1.044 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 438,33 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 564,71 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,59 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,07 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 167,89 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,27 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.074 kg
Þorskur 126 kg
Skarkoli 31 kg
Ýsa 7 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 1.240 kg
24.4.24 Kristín Óf 49 Grásleppunet
Þorskur 288 kg
Skarkoli 82 kg
Ufsi 58 kg
Steinbítur 35 kg
Samtals 463 kg
24.4.24 Kvikur EA 20 Grásleppunet
Grásleppa 1.994 kg
Þorskur 96 kg
Samtals 2.090 kg
24.4.24 Dagur SI 100 Grásleppunet
Grásleppa 763 kg
Þorskur 209 kg
Ufsi 28 kg
Skarkoli 28 kg
Steinbítur 14 kg
Rauðmagi 2 kg
Samtals 1.044 kg

Skoða allar landanir »