„Gríðarlega mikið áfall“

Loðnubresturinn hefur víðtæk áhrif í Vestmannaeyjum, eins og öðrum bæjum …
Loðnubresturinn hefur víðtæk áhrif í Vestmannaeyjum, eins og öðrum bæjum sem hafa treyst á loðnuna, og hríslast út um allt samfélagið. Allir bæjarbúar finna fyrir honum. mbl.is/Árni Sæberg

Loðnubresturinn er mikið áfall fyrir einstök sjávarútvegs- og þjónustufyrirtæki og samfélögin sem þau starfa í. Sjómenn á uppsjávarskipum verða launalitlir í sjö mánuði og engin uppgrip verða hjá starfsfólki loðnubræðslnanna og uppsjávarfrystihúsanna þetta árið. Það áfall sem fyrirtækin og starfsfólkið verður fyrir smitast út í samfélögin og hefur áhrif á flesta íbúa þeirra þegar upp verður staðið.

Stjórnendur sveitarfélaga sem eiga hagsmuna að gæta í veiðum og vinnslu loðnu eru að taka saman upplýsingar um áhrif loðnubrests á byggðarlögin. Eftir að tilkynnt var um að Hafrannsóknastofnun myndi ekki standa fyrir frekari leit að loðnu á þessari vertíð og þar með ljóst að ekki verður neinn loðnukvóti gefinn út hafa stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækjanna sest yfir reksturinn. Það sama á við um fyrirtæki sem þjóna veiðum og vinnslu á loðnu.

Fjarðabyggð er það sveitarfélag landsins sem mest á undir loðnuveiðum …
Fjarðabyggð er það sveitarfélag landsins sem mest á undir loðnuveiðum og vinnslu. Tæpur helmingur loðnuaflans barst á land þar á síðasta ári. mbl.is/Helgi Bjarnason

Gríðarlegt áfall

Góðar loðnuvertíðir árin 2012 og 2013 skiluðu 30-34 milljörðum króna í útflutningsverðmætum, á verðlagi hvers árs. Undanfarin 3 ár hefur loðnan skilað um 18 milljörðum á ári, samkvæmt upplýsingum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Frá árinu 2000 hafa loðnuafurðir skilað að meðaltali 9% af verðmæti sjávarafurða.

„Þetta er gríðarlega mikið áfall fyrir fyrirtækin og samfélögin. Einnig fyrir þjónustufyrirtækin sem hafa verið að þjónusta greinina svo sem við löndun, brettasmíði og fleiru. Ég geri ráð fyrir að nú sitji hver og einn stjórnandi og fari yfir stöðu síns fyrirtækis og reikni,“ segir Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hann segir að loðnubresturinn sé einnig mikið högg fyrir þjóðarbúið þar sem ríkissjóður verði af að minnsta kosti 4 milljörðum króna í tekjur, ef miðað er við vertíð eins og var í fyrra sem þó hafi ekki verið neitt sérstök.

Fyrirtæki í Fjarðabyggð eru með mesta loðnukvótann og þar komu á land um 47% aflans á síðasta ári. Fyrirtækin þar verða því af miklum tekjum, eða um 10 milljörðum ef tekið er mið af síðasta ári. Fjármálastjóri bæjarins hefur reiknað út að launatekjur starfsmanna sjávarútvegsfyrirtækja í Fjarðabyggð af veiðum og vinnslu loðnu hafi numið einum milljarði á árinu 2018. Mun loðnubresturinn lækka laun starfsmanna um 13%. Að auki er gert ráð fyrir að samdráttur í launatekjum starfsmanna í þjónustufyrirtækjum nemi um 250 milljonum króna. Í heild muni launatekjur íbúa í Fjarðabyggð dragast saman um að minnsta kosti 5% á milli ára.

Fram kom hjá fjármálastjóra bæjarins að 15 starfsmönnum hafi verið sagt upp störfum vegna óvissunnar. Þar mun aðallega vera um að ræða starfsmenn Tandrabergs sem vinna við löndun og smíði frystibretta.

Bæjarsjóður Fjarðabyggðar og hafnasjóður verða af um 260 milljóna króna tekjum og hefur bæjarráð óskað eftir því að forstöðumenn stofnana undirbúi sparnaðaraðgerðir.

Mun ítarlegri umfjöllun um loðnubrestinn og afleiðingar hans má lesa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.4.21 298,32 kr/kg
Þorskur, slægður 16.4.21 396,97 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.4.21 426,27 kr/kg
Ýsa, slægð 16.4.21 262,97 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.4.21 123,34 kr/kg
Ufsi, slægður 16.4.21 179,60 kr/kg
Djúpkarfi 16.4.21 187,00 kr/kg
Gullkarfi 16.4.21 241,45 kr/kg
Litli karfi 5.3.21 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.2.21 279,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.4.21 Vésteinn GK-088 Lína
Steinbítur 526 kg
Hlýri 268 kg
Þorskur 243 kg
Ýsa 172 kg
Gullkarfi 52 kg
Keila 44 kg
Samtals 1.305 kg
16.4.21 Bíldsey SH-065 Lína
Þorskur 1.793 kg
Ýsa 141 kg
Hlýri 40 kg
Gullkarfi 34 kg
Steinbítur 5 kg
Keila 3 kg
Samtals 2.016 kg
16.4.21 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Hlýri 265 kg
Ýsa 250 kg
Þorskur 97 kg
Steinbítur 21 kg
Keila 20 kg
Gullkarfi 19 kg
Grálúða 3 kg
Langa 3 kg
Skarkoli 2 kg
Lýsa 2 kg
Samtals 682 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.4.21 298,32 kr/kg
Þorskur, slægður 16.4.21 396,97 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.4.21 426,27 kr/kg
Ýsa, slægð 16.4.21 262,97 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.4.21 123,34 kr/kg
Ufsi, slægður 16.4.21 179,60 kr/kg
Djúpkarfi 16.4.21 187,00 kr/kg
Gullkarfi 16.4.21 241,45 kr/kg
Litli karfi 5.3.21 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.2.21 279,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.4.21 Vésteinn GK-088 Lína
Steinbítur 526 kg
Hlýri 268 kg
Þorskur 243 kg
Ýsa 172 kg
Gullkarfi 52 kg
Keila 44 kg
Samtals 1.305 kg
16.4.21 Bíldsey SH-065 Lína
Þorskur 1.793 kg
Ýsa 141 kg
Hlýri 40 kg
Gullkarfi 34 kg
Steinbítur 5 kg
Keila 3 kg
Samtals 2.016 kg
16.4.21 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Hlýri 265 kg
Ýsa 250 kg
Þorskur 97 kg
Steinbítur 21 kg
Keila 20 kg
Gullkarfi 19 kg
Grálúða 3 kg
Langa 3 kg
Skarkoli 2 kg
Lýsa 2 kg
Samtals 682 kg

Skoða allar landanir »