Við loðnuleit í yfir 100 daga síðustu mánuði

Hafrannsóknastofnun mun áfram fylgjast með fréttum af loðnu fyrir norðan ...
Hafrannsóknastofnun mun áfram fylgjast með fréttum af loðnu fyrir norðan land og gera ráðstafanir þyki tilefni til.

Mikil leit að loðnu í allan vetur hefur ekki borið árangur og ákveðið var á mánudag að hætta formlegri leit. Það er þó ekki aðeins loðnan í vetur sem veldur áhyggjum því fyrstu mælingar á árganginum sem bera á uppi veiðar næsta vetrar gáfu ekki tilefni til bjartsýni. Þá er óvissa varðandi fleiri uppsjávartegundir.

Ekki verður annað sagt en mikið hafi verið lagt í loðnuleit vetrarins. Þannig hafa rannsóknaskipin verið í um 40 daga samtals við leit og veiðiskip í alls 76 daga frá því að Heimaey VE fór í leiðangur skömmu fyrir jól. Kostnaður af úthaldi veiðiskipanna er hátt í 130 milljónir og skiptist hann á útgerðir í samræmi við hlutdeild í loðnu.

Að auki svipuðust tvö norsk skip eftir loðnunni fyrir austan og norðan í nokkra daga í febrúar. Um borð í veiðiskipunum voru hverju sinni 2-4 starfsmenn Hafrannsóknastofnunar, oftast fjórir.

Þó svo að formlegri loðnuleit hafi verið hætt í fyrradag þá mun Hafrannsóknastofnun áfram fylgjast með fréttum af loðnu fyrir norðan land og gera ráðstafanir þyki tilefni til. Á Húnaflóa veiddist hrygningarloðna eftir miðjan marsmánuð í fyrra, að því er fram kemur í fréttaskýringu um loðnuleitina í Morgunblaðinnu í dag.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.19 316,30 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.19 348,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.19 286,79 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.19 280,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.19 104,61 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.19 153,72 kr/kg
Djúpkarfi 25.3.19 161,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.19 198,82 kr/kg
Litli karfi 19.3.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.3.19 195,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.19 Edda NS-113 Grásleppunet
Grásleppa 805 kg
Samtals 805 kg
25.3.19 Már SK-090 Grásleppunet
Grásleppa 1.194 kg
Þorskur 408 kg
Samtals 1.602 kg
25.3.19 Eydís NS-320 Grásleppunet
Þorskur 1.016 kg
Grásleppa 445 kg
Skarkoli 16 kg
Ýsa 10 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 1.493 kg
25.3.19 Sunnutindur SU-095 Línutrekt
Þorskur 2.907 kg
Langa 1.026 kg
Ýsa 670 kg
Keila 213 kg
Ufsi 25 kg
Steinbítur 11 kg
Karfi / Gullkarfi 6 kg
Samtals 4.858 kg

Skoða allar landanir »